Úrval - 01.04.1944, Síða 89
BÖLVUNIN, SEM FYLGDI BÁTSÖNGNUM
Nokkrum vikum eftir fyrstu
leiksýninguna í París, var frum-
sýning á „Ævintýrum Hoff-
manns“ í Vínarborg. Hljóm-
sveitin var einmitt að byrja að
leika Bátsönginn, þegar eldur
kom upp í leikhúsinu. Hann
breiddist óðfluga út, og troð-
fullt húsið varð eitt eldhaf. Níu
hundruð manns fórust í elds-
voðanum.
Það kann að virðast ótrúlegt,
að bölvunin, sem hvíldi á Bát-
söngnum, skyldi koma fram í
Kína, en þó fór það svo. Mörg-
um árum eftir hinn sorgiega
atburð í Vínarborg, skipaði hin
harðlynda keisaradrottning Tz’u
Hsi, að byggja skip úr marm-
ara í hallargarði sínum.
Iðnaðarmenn frá ítalíu voru
fengnir til starfsins. Þeir sungu
við vinnu sína — og eitt af eft-
irlætislögum þeirra var Bát-
söngur Offenbachs, sem sung-
87
’/.'j
inn var á sikjunum í ættborg
þeirra, Feneyjum.
Gamla Tz’u Hsi heyrði til
þeirra frá næsta garði, og þótti
lagið svo fagurt, að hún skip-
aði hljómlistarmönnum hirðar-
innar að spila það. En til allrar
óhamingju gátu þeir það ekki.
Þeir höfðu kínversk hljóðfæri,
allt. annan tónstiga og engar
nótur né tíma til þess að æfa
lagið. Tz’u PIsi lét hálshöggva
þá fyrir vikið. Þegar Tz’u Hsi
dó fjórum árum seinna, og lýð-
veldi Sun Yat Sen var stofnað,
höfðu svo margir látið lífið
vegna Bátsöngsins, að fyrstu
lagafyrirmælin, sem gefin voru
út, bönnuðu að spila þennan
ástarsöng Offenbachs. Og ef
þau lög hafa ekki verið numin
úr gildi síðan 1908, er það enn
dauðasök í Kína, að vera stað-
inn að þvi, að spila, syngja eða
raula Bátsönginn.
Tímamia tákn.
Nýlega gat að líta svo-fellda auglýsingu í veitingahússglugga
í New York: „Þjón vantar. Hálfan eða allan daginn. Vanan eða
óvanan. Karlmann eða kvenmann."
Einn morguninn, þegar auglýsingin var búin að hanga uppi í
fjóra daga, var einhver ráðsnjall vegfarandi búinn að bæta aftan
við auglýsinguna: „Dauðan eða lifandi." —- The New Yorker.