Úrval - 01.04.1944, Síða 96
94
ÚRVAL
augun, kíkinn, smásjána, hljóð-
nemann, talsímann, útvarps- og
röntgentækin. Allt eru þetta
tæki, sem auka mjög svigrúm
skynjunarinnar, og eru orðin
þáttur í daglegu lífi almennings.
En hin eiginlega sókn út yfir
takmörk skilningarvitanna á
sér stað á hinum vísindalegu
rannsóknarstofum, þar sem
menn „sjá“ frumeindir og raf-
eindir, mæla hitastig fjarlægra
stjarna og finna efnasamsetn-
ingu þeiri‘a.
Af aukinni þekkingu skapast
smám saman ný heimsmynd.
Við verðum tortryggin gagn-
vart skilningarvitum okkar og
lítum ekki framar á skynáhrif-
in sem hinn eina veruleika. Vís-
indamennirnir byggja upp ann-
an „hlutlægan“ heim, þar sem
hvorki eru litir, hljóð né ilmur,
og þar sem allt fer fram eftir
stærðfræðilegum lögmálum. Og
þeir segja okkur, að í þeim öfl-
um, sem eru að verki í þessum
hlutlæga efnisheimi, eigi öll
skynáhrif okkar upptök sín.
Á þennan hátt hefir þeim
tekizt að skýra f jölda efnislegra
fyrirbæra út frá fáeinum grund-
vallarlögmálum. Það er ekki
óhugsandi, að einhvern tíma
verði allir leyndardómar nátt-
úrunnar okkur kunnir, og að
hin óendanlega fjölbreytni
hennar reynist þá vera rökrétt
afleiðing af tiltölulega fáum
grundvallarlögmálum.
Við stöndum nú andspænis
þeirri ótvíræðu staðreynd, að
skilningarvit okkar eru enn.
eins og fyrir milljón árum, á
sama þróunarstigi og hjá dýr-
unum. Það er aðeins heilinn,
sem þroskast hefir svo mjög.
Hann gerist óþolinmóður yfir
hinni hægfara þróun skynfær-
anna, og leitast við að bæta úr
því með því að finna upp risa-
augu og risavængi, og reynir
þannig að telja okkur trú um,
að við höfum tekið geysilegum
framförum, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að við erum enn á þróun-
arstigi apanna. En við erum nú
farin að skilja, að einföld og
náttúrleg skynáhrif geta mynd-
að heilbrigðan grundvöll að
hamingjusömu lífi. Það er ekki
sama að eiga flugvél og hafa
vængi. Við snúum okkur að
náttúrunni og við það dvínar
hin blinda of-trú okkar á menn-
ingunni.