Úrval - 01.04.1944, Síða 98
96
ÚRVAL
ferðir Hunza. Heilbrigði og
vöxtur plantnanna fór stöðugt
vaxandi við þessa meðferð. Sir
Albert bauðst jafnvel til að
flytja inn skæða plöntusjúk-
dóma frá Ameríku til að sann-
reyna mótstöðuafi plantnanna
gegn þeim. I sjö ár hafði hann
ekki orðið var við eitt einasta
sjúkdómstilfelli af völdum skor-
dýra eða sveppa.
Sömu hraustleika einkenni
mátti sjá hjá búpeningnum,
sem lifði á þessari uppskeru.
Sir Albert fullyrðir jafnvel, að
skordýr og sveppir séu ekki hin
raunverulega orsök plöntusjúk-
dóma, heldur langvarandi rækt-
un með ólífrænum áburði, sem
veikir mótstöðuafl plantnanna
gegn þessum sníkjudýrum.
Hann lítur á þau sem eins konar
matslið, sem gefur bendingar
um það, hvar akurinn hefir ekki
fengið réttan áburð.
Fyrsta skréfið er því, segir
hann, að sjá jarðveginum fyrir
nægum lífrænum áburði. Eitrun
og úðun gegn skordýrum og
sveppum finnst honum í hæsta
máta óvísindaleg aðferð og í
alla staði óheilbrigð.
Þótt undarlegt sé, kunnu for-
feður vorir betur að meta hús-
dýraáburð. Þegar Spánverjinn
Cortez kom fyrst til Mexíkó,
uppgötvaði hann, að íbúar
landsins notuðu húsdýraáburð
sem verzlunarvöru. Jafnvel
saurindi voru seld í bátum á
skurðunum í nánd við markaðs-
torgin.
Enn tíðkast það sums staðar
í Austurlöndum, að leigjendur
greiða hluta af leigunni „í
fríðu“. Ef þeir voru fjarverandi
í lengri tíma, urðu þeir að
greiða hærri leigu, af því að
húseigandinn naut þá ekki góðs
af því sem leigjandinn gaf af
sér.
Til skamms tíma var það al-
mennt álit, að plöntur þyrftu
aðeins ólífræn efni sér til nær-
ingar, svo sem vatn, kolsýru og
málmsölt. En þetta reyndist
rangt. Plöntur þurfa einnig líf-
ræn efni, ef þær eiga að þrífast
vel, en hver þessi lífrænu efni
eru, er enn óráðin gáta. Vísinda-
menn hafa gefið þeim nafnið
,,auximon“. Hlutverk þeirra í
næringu plantnanna er svipað
að og hlutverk fjörefnanna í
næringu dýranna.
Iivaðan er þessara efna frek-
ar að vænta en frá dýrum og
rotnuðum jurtaleifum ? Og hvað
er í meira samræmi við hring-
rás náttúrunnar, en að álíta, að