Úrval - 01.04.1944, Side 99
FRJÓSEMI JARÐVEGSINS
9?
„auximonin“ í húsdýraáburðin-
um séu jafn nauðsynleg plönt-
unum, og f jörefnin í plöntunum
eru dýrunum nauðsynleg? Ef
þessi ályktun reynist rétt, þá er
eyðilegging húsdýraáburðar og
matarúrgangs ekki aðeins brot;
á hringrás þessara efna í hinni
lífrænu náttúru, heldur og
kerfisbundin eyðilegging lífsins
sjálfs.
Þegar áburði og sorpi er
fleygt eða það eyðilagt, er jarð-
vegurinn ekki aðeins sviftur
efnum eins og köfnunarefni,
kalí, kísil og fosfórsýni og
magnesíum, heldur einnig verð-
mætum dýra-hormónum og öðr-
um lífrænum efnum, sem nauð-
synleg eru lífi plantnanna, og
þá einnig lífi mannanna og dýr-
anna, sem nærast beint og
óbeint á plöntunum.
1 Evrópu og Ameríku hrakar
jarðveginum stöðugt, af því að
með uppskerunni er hann svift-
ur meira af lífrænum efnum en
hann fær aftur með áburðinum.
I Kína eru 1783 íbúar á hverja
fermílu ræktaðs lands, en að-
eins 61 í Ameríku. Bændur í
Bandaríkjunum reka búskap
sem stóriðju, flytja afrakstur
jarðarinnar til stórborganna og
fá í staðinn peninga eða tilbúinn
vaming, rétt eins og hægt væri
að næra gróður jarðar á slíku.
Ótal tölur mætti nefna, sem
gefa bendingu um það, hvert
stefnir. Dr. Ehrenfried Pfeiffer
segir frá tilraunum, sem geró-
ar voru með tvo hópa af hvítum
músum. Öðrum hópnum var
gefið kom ræktað með tilbún-
um áburði, en hinum kom rækt-
að með lífrænum áburði. Mýsn-
ar, sem fengu hið „lífræna”
kom áttu miklu fleiri imga að
meðaltali en hinar og dánartala
meðal unganna var helmingi
minni hjá þeim.
Svipaðar tilraunir vom gerö-
ar með hænsni. Hið „lífræna**
korn jók frjósemi þeirra, eggin
urðu þyngri, og helmingi fleiri
egg urðu frjó, heldur en hjá
þeim hænum, sem gefið var
„ólífrænt" kom.
Þannig kemur það í ljós, að
frá komi, sem ekki hefir hlotið
réttan áburð, flytjast áhrifin af
vaneldinu yfir á hænuna, sem
étur komið og frá hænunni yfir
á eggið, sem hún verpir. Ðr.
Pfeiffer rekur slóðina jafnvei
enn lengra með því að sýna
fram á, að áhrifa á eggið gæti
frá því komi, sem dýrið át, er
gaf af sér þann áburð, sem kom-
ið, er hænan át, var ræktað