Úrval - 01.04.1944, Síða 101
Fróðleg grein um tíma-
bært efni.
Rússnesk veðrátta.
Grein úr „Fram“,
eftir Benjamin Vogt.
í VETURNA er Rússland allt
ísi lagt alla leið suður að
Kákasus. Stundum leggur jafn-
vel Azovshafið, sem liggur á
sömu breiddargráðu og Norður-
ítalía. I Suður-Rússlandi fer
sólin að hækka á lofti í febrúar-
lok, og ísinn tekur að leysa af
stórfljótunum, sem falla suður
af landinu. Leysingamar byrja
við ármynnin og halda upp eftir
áleiðis að upptökunum. Þess
vegna verða aldrei mikil flóð í
Suður-Rússlandi.
En því er öðruvísi farið í
Norður-Rússlandi. Snemma á
vorin, meðan þykk ísalög eru
ennþá norður við fshaf, tekur
snjóinn að leysa í Mið-Rúss-
landi og jökulvatnið rennur að
nokkm leyti norður eftir, leysir
upp ísinn og snjóinn, og jaka-
burðurinn verður stundum svo
mikill, að hann veldur stórtjóni.
Landið er víðast flatt, ámar
flæða yfir bakkana og jakarnir
rífa með sér skóginn, þegar
hart er í ári. Einhvern tíma í
apríl eða maí ryðst jakahröngl-
ið norður eftir með miklum gný,
sem heyrist langar leiðir. Af því
að landið er flatt, safnast oft
fyrir mikið vatn í skógarflák-
unum í Norður-Rússlandi, svo
að um langan tíma er oft ekki
hægt að komast leiðar sinnar
nema með járnbraut eða á bát-
um.
Á sama tíma er orðið þurrt
og ágætt færi í Suður-Rúss-
landi, þar sem sólarhitinn er
steikjandi og vatnið safnast
ekki fyrir í skógunum. Það er
þess vegna ekki rétt, þegar
menn halda, að vorið stöðvi all-
ar hemaðaraðgerðir í Rúss-
Iandi. f Ukrainu, sem er á sömu
breidd og Frakkland, em vor-
leysingarnar um garð gengnar,
þegar þær byrja í Kola og Kar-
elíu, sem eru á líkri breidd og
N orður-N oregur.
Vegna jakaburðarins er næst-
um ókleift að byggja brýr yfir