Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 103
RÚSSNESK VEÐRÁTTA
101
Moskvu norður á bóginn, fer
hitinn sjaldan yfir 0° frá því í
október þangað til í marz. Þess
vegna sígur snjórinn aldrei sam-
an og undir vorið hefir hrúgast
upp mikil lausamjöll. Greinarn-
ar á grenitrjánum svigna undan
snjóþyngslunum; tilsýndar líta
þau út eins og hvítar flagg-
stengur, engin barrnál sést.
Stundum kemur marz með mild-
an þey á daginn og frost á nótt-
um. Þá frýs snjórinn á trjánum.
Á vorin er oft stormasamt og
vindurinn feykir niður greinum
og klakahröngli og jafnvel stór-
um trjám. Þess vegna fara
menn aldrei í sleðaferð um
skóginn nema að hafa með sér
öxi til þess að geta höggvið sér
braut gegnum skóginn, ef í harð-
bakka slær. Þessi náttúruskil-
yrði eru svipuð og í Kanada,
nema að þar er mikið meira af
iaufskógum innan um barrskóg-
ana. Þar sem skógareldar hafa
geisað, eru ennþá nokkrir lauf-
skógar í Norður-Rússlandi.
Lauftrén hafa staðizt eldinn
betur en barrtrén, sérstaklega
meðfram ánum, þar sem þau
hafa. breiðst út yfir sviðnu
svæðin. En eftir nokkur ár
kemur barrskógurinn aftur og
útrýmir laufskóginum.
Þar sem lausamjöllin er mest,
getur úlfurinn ekki þrifizt. Hann
heldur því til þar sem snjórinn
verður að hjami. Aftur á móti
er þar mikið um birni, oft fleiri
en einn í sama híði. Þó að þeir
leynist vel í umhverfinu, má
venjulega finna híði þeirra, því
að þau verða gul við rnunnan.
Þó að úlfarnir komist ekki
leiðar sinnar í lausamjöllinni,
gengur Rússunum vel að ösla
snjóinn á snjóþrúgum sínum.
Þeir, sem þekkja Rússland, gátu
ekki varizt brosi, þegar þeir
heyrðu frá því sagt, að rúss-
nesku hermennirnir hefðu vafið
dagblöðum um fæturna í f innsk-
rússneska stríðinu. Á rússnesk-
an mælikyarða hafa Þjóðverjar
ekkert, sem kallazt getur vetr-
arútbúnaður. Það, sem bezt
hefir dugað þeim í baráttunni
við kuldann, er rússneskur bún-
aður, sem þeir hafa tekið her-
fangi eða rænt. Það er ekki þar
með sagt, að Rússar standi
Vestur-Evrópu mönnum fram-
ar að tækni og vitsmunum. En
þeir hafa lagað tækni sína eftir
vetrarloftslagi, sem er þrjátíu
stigum kaldara en í Þýzkalandi.
Tækni þeirra byggist einnig á
margra alda reynslu. Enginn
þýzkur yfirbirgðastjóri getur