Úrval - 01.04.1944, Síða 104
102
ÚRVAL
bætt upp vanþekkingu sína með
því að útbýta þykkum sokkum.
Rússar nota ekki sokka innan
undir vetrarstígvél sín, en er
samt hlýtt, enda eru þau úr
flóka. En þó að erfitt sé að fá
fólk til þess að vinna í hörku-
frosti, er þó erf iðaxa að halda vél-
um í gangi. Olían verður þykk,
málmar verða stökkir. Mjög ná-
kvæm tæki verða óáreiðanleg.
Það er einstök frammistaða, að
láta nýtísku her með vélaútbún-
aði, starfa án þess að nokkuð
bjáti á undir slíkum skilyrðum.
1 hinu frumstæða bændaþjóðfé-
lagi, sem Rússland var hér áður,
lögðust bændumir í híði að
meira eða minna leyti. Þeir
lögðust fyrir í timburkofum
sínum með þungu ofnunum,
sem vom múraðir inn á mjög
hagkvæman hátt, og biðu eftir
að vorið kæmi, svo að þeir gætu
byrjað aftur að vinna á ökrun-
um.
Vinnuvísindi.
Óli var óþægur og skældi i ákafa. Mamma hans laut niður
yfir hann og ætlaði að þurrka framan úr honum tárin með
vasaklút.
En Óli var ekki sáttfús. Hann þreif vasaklútinn, fleygði honum
á gólfið og sagði snöktandi: „Ekki að þurrka mér, mamma, ég
er ekki hættur," og svo hélt hann áfram að skæla.
— Evening Bulletin.
„Það lifir lengst :.
Tengdamóðir Jóns var komin á tíræðisaldur og var eitthvað
lasin. „Ætlar nú gamla konan að fara að deyja?“ spurði kunn-
ingi Jóns, sem mætti honum á götu.
„Deyja?" sagði Jón. „Nei, blessaður, hún drepst aldrei. Ég er
viss um, að á dómsdegi verða þeir að draga hana út og skjóta
hana.“ — Countryman.