Úrval - 01.04.1944, Síða 111
EDGAR WALLACE
109
ritaði nafnið Walter Wallace,
leikari, sem föðurnafn í kirkju-
bókina. Að svo búnu komst hún
í samband við heiðarleg verka-
mannahjón í Billingsgate, Ge-
orge Freeman og konu hans,
og tóku þau að sér að fóstra
drenginn fyrir fimm krónur á
viku.
Það vildi drengnum til láns,
að Freemanshjónin voru barn-
góð. Þau höfðu alið upp tíu
börn í litla húsinu sínu, og þegar
Polly Richards tilkynnti, að hún
gæti ekki lengur greitt fimm
krónurnar með barninu, buðust
þau til að taka hann að sér.
Á þessu heimili lærði Dick
(Richard) litli hina syngjandi
mállýzku Billmgsgatefólksins
eins og önnur böm fjölskyld-
unnar. Hann gekk í barnaskóla
til tólf ára aldurs, en þá útvegaði
frú Freeman honum atvinnu í
prentverki í Newington-borgar-
hverfinu í London, og var það
fyrsta atvinnugreinin, sem Dick
litli fékk að reyna — og gefast
upp við. Hann tolldi ekki í neinu
starfi eftir þetta nema í mesta
lagi fáeina mánuði.
Fimmtán ára gamall fékk
hann þá hugmynd að fara til
sjós, eftir að hafa heyrt gamlan
sjómann segja frá ævintýrum
sínum, og þar sem Billingsgate
er aðal-fiskimarkaður Lundúna,
var ekki nema eðlilegt, að hann
réðist fyrst á togara. Þetta var
í desembermánuði, og það var
kalt á miðunum á Norðursjón-
um. Það var erfitt fyrir dreng-
inn að leyna kunnáttuleysi sínu
í matreiðslu, meðan hann var
slæmur af sjóveiki, og hann kom
sér út úr húsi hjá skipshöfninni,
ekki af því að hann væri lélegur
kokkur, heldur af því að hann
hafði komið með títuprjónabréf
um borð, og það var brot á
hjátrúarreglum sjómannanna. ,
Þegar togarinn kom til Grims-
by tveim mánuðum síðar, strauk
Dick og lagði af stað fótgang-
andi til London. Á leiðinni hafði
hann engan farareyri, heldur
stal brauðum úr sendikerrum
bakara og svaf í hlöðum á nótt-
unni. Alla leiðina smakkaði
hann ekki annað matarkyns en
vatn og brauð, og ferðalagið
tók þrjár vikur. Frú Freeman
þóttist hann úr helju heimtan
hafa og lagði nú alvarlega að
honum að taka sér eitthvað
skynsamlegt fyrir hendur. En
það fór á sömu leið. Hann flækt-
ist milli atvinnugreina næstu
þrjú árin og undi sér hvergi.
Hann var orðinn átján ára,