Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
vinátta hennar brátt að einlægri
ást, sem átti eftir að valda henni
sorg og raunum alla ævi síðan,
því að áður en langt um leið
voru þau Edgar trúlofuð, þrátt
fyrir mótmæli gamla mannsins.
Edgar var ekki í miklum vafa
um hæfileika sína. Hann hafði
selt „Cape Times“ kvæði eftir
sig, sem ort var í tilefni af
komu Kiplings til Suður-Afríku.
Var kvæðið mjög í anda Kip-
lings, og birti blaðið það á
áberandi stað með þeim ummæl-
um, að það væri „eftir óbreytt-
an hermann". Af þessu óx mjög
sjálfstraust Edgars. Þó náði
það hámarki, er honum var
boðið í skilnaðarsamsæti það,
er klúbbur borgarinnar hélt
Kipling, og virðist svo sem
Kipling hafi veitt hinum unga
hermanni athygli,vegna kvæðis-
ins, enda þótt hann gæfi honum
ekki miklar vonir um framtíð
á sviði bókmenntanna. Eftir
því sem Edgar skrifaði þá í
dagbók sína, hefir Kipling sagt
við hann: „I guðs nafni gerið
ekki ritstörf að atvinnu yðar.
Skáldgyðjan er ágætis ástmey,
en afleit eiginkona."
En aðvörun hins mikla skálds
féll í grýtta jörð. Ekkert ýtti
meir undir Edgar heldur en
samtalið við Kipling og samtöl
við ýmsa mæta og merka menn,
„þingmenn, ritstjóra, prófessora
og fleiri,“ eins og hann segir
sjálfur í bréfi heim til sín. Hann
var þegar orðinn sannfærður
um, að ef nokkuð ætti úr honum
að rætast, þá yrði það á sviði rit-
listarinnar — og hann var svo
sem ekki í neinum vafa um
hæfileikana.
Það var auðsætt, að fyrst af
öllu þurfti hann að fá sig lausan
úr herþjónustu, til þess að geta
gefið sig óskiptan við ritmennsk-
unni. Fór svo, að hann keypti
sig lausan fýrir 450 kr., fékk
beztu meðmæli, og 12. maí 1899
kom hann heim til Caldecotts-
hjónanna klæddur búningi
óbreyttra borgara og hefðar-
manna. Frú Marion bauð honum
með hálfum huga að dvelja þar
í einn eða tvo daga, meðan
hann væri að koma sér fyrir,
og Edgar tók boðinu fegins
hendi og dvaldi þar í f jóra mán-
uði.
Hvernig hugurinn var í hans
garð á heimilinu er ekki vitað
með vissu. Að því verður aðeins
leitt getum. Raunar var hann
lítið heima, því að oft kom
hann ekki heim fyrr en mpð
síðustu lest. Hafði verið úti um