Úrval - 01.04.1944, Page 116
114
ÚRVAL
þegar hann kæmi til Höfðaborg-
ar.
En greinamar voru ekki
orðnar margar, þegar Marlowe
hætti öllu hiki og sendi Edgar
skeyti, þar sem hann gerði hann
að fréttaritara fyrir „Daily
Mail“ og gaf honum „algerlega
frjálsar hendur“.
I apríl 1901 skrapp Edgar
snöggvast til Höfðaborgar,
kvæntist Ivy og tók lítið hús
rneð húsgögnum á leigu í út-
hverfi Höfðaborgar, eftir viku
hveitibrauðsdaga. Síðan var
hann aftur horfinn til starfs
síns með hernum.
Hann komst brátt í fremstu
röð hernaðarfréttaritara, og
enginn var honum snjallari í
því að koma leyniskilaboðum
til blaðs síns, enda fékk hann
brátt á sig óþokka rítskoðunar
hersins. Hann skýrði almenn-
ingi heima fyrir frá ógnun
stríðsins, og Kitchener lávarður,
sem var yfirhershöfðingi Breta,
varð stórreiður, þegar sagt var
frá viðkvæmum hernaðarleynd-
armálum í víðlesnasta blaði
Lundúna, en þaðan símað svo
að segja beint til óvinanna.
Hann krafðist því stóraukinnar
ritskoðunar og varúðarráðstaf-
ana. En Edgar gat hvað eftir
annað farið á snið við allar
varnaraðgerðir, og brátt tóku
önnur blöð að birta kafla úr
greinum hans og tala um hann
með orðunum „hinn frægi“ eða
„hinn víðkunni“ fréttaritari
„Daily Mail“.
En í apríl 1902 þóttust Búar
knúnir til að semja frið, og 15.
maí hittust fulltrúar beggja á
,,friðarráðstefnu“ í herbúðum í
Vereeniging.
Kitchener sá það með réttu, að
ótímabær blaðaskrif myndu geta
stofnað friðarsamningunum í
hættu, og ákvað því, að hemað-
aðarfréttaritarar skyldu útilok-
aðir frá ráðstefnunni, en her-
búðimar voru umgirtar gadda-
vír og varðar vopnuðum her-
mönnum.
Friðarumleitanir stóðu í 15
daga, og allan þann tíma gat
Edgar Wallace frætt lesendur
„Daily Mail“ ýmislegt um gang
málanna, til stór-furðu og skap-
raunar fyrir keppinautana. En
stjórnarvöldin voru honum
vægast sagt stórreið. Enginn
gat látið’ sér til hugar koma,
hvernig fregnirnar gátu „lekið
út“ úr herbúðunum. Og þegar
„Daily Mail“ birti loks fregnina
um að friður hefði verið saminn,
vom hin blöðin með háfleygar