Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 117
EDGAR WALLACE
Hð
bollaleggingar um framhald
stríðsins. En daginn eftir til-
kynnti Balfour ráðherra að
friður hefði verið saminn, og
ásökuðu þá margir „Daily Mail“
fyrir að hafa fengið fregnina
með því að múta starfmönnum
hermálaráðuneytisins.
I rauninni var málið hvorki
svona einfalt né hversdags-
legt. Meðan aðrir fréttaritar-
ar héldu sig nálægt gadda-
vírsgirðingunni um herbúðimar,
var Edgar Wallace að því er
virtist á sífelldum þönum, alvar-
Iegur í bragði. Hann fór í marg-
ar járnbrautarferðir um ná-
grennið, og á einum stað rann
lestin framhjá herbúðunum. En
meðal varðmannanna hafði Ed-
gar hitt gamlan félaga. Sá hafði
fengið ýmislega lita vasaklúta,
og þýddi rauði liturinn að „ekk-
ert gerðist", sá blái að „vel
gengi“ og sá hvíti, að „samn-
ingur hefði verið undirritaður“.
Þegar varðmaðurinn hafði ekk-
ert annað fyrir stafni, labbaði
hann sakleysislega meðfram
girðingunni og snýtti sér í vasa-
klúta með ýmsum litum. Eftir
þessu fór Edgar, þegar hann
sendi skeyti sín.
I augum margra var hann nú
orðinn hetja, í augum annara
þorpari, og meðal hinna síðar-
nefndu var auðvitað Kitchener
lávarður, eins og lög gera ráð
fyrir. Edgar flýtti sér í stríðs-
lokin til Höfðaborgar, þar sem
Ivy hafði nýlega fætt honum
dóttur, og hann hafði merki-
lega frétt að færa. Honum hafði
boðizt ritstjórastaðan við nýtt
blað í Jóhannesarborg, „Rand
Daily Mail“, og í laun átti hann
að fá 50.000 krónur á ári. Þettá
var gífurleg upphæð, miðað
við þær 700 krónur á mánuði,
sem hann hafði áður haft. Má
segja að þetta hafi verið mjög
glæsileg staða fyrir mann á 28.
ári.
En innan hálfs annars miss-
eris var gengi hans lokið. Hann
hafði lagt mikið fé í kostnað við
blaðið, meira eh það þoldi, því
að hann hafði sífellt nýjar og
nýjar hugmyndir til úrbóta. En
stórfregnirnar kostuðu peninga,
og auk þess hafði hann ráðið
óhæfilega marga fréttaritara
innan lands og utan. En verra
var, að hann hafði þegar tekið
að eyða peningum að sama
skapi, sem hann vann sér þá inn.
Hann hafði tekið stórt hús á
leigu og ráðið fjölda þjóna.
Veizlur hélt hann ríkmannlegar
og stráði um sig peningum á