Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
veðreiðum. Lenti hann að lokum
í harðri deilu við eiganda blaðs-
ins og varð að hrökklast frá
Suður-Afríku, en þá skuldaði
hann kunningjum og verzlunum
svo að þúsundum króna skipti.
Hann hafði fleygt glæsilegu
tækifæri, og ekkert var eftir,
nema reykurinn af réttunum.
Ferðin heim til Englands var
allt annað en skemmtileg. Litla
bamið hafði dáið úr heilahimnu-
bólgu, og þau Ivy báru djúpa
sorg. Edgar átti ekki nema 2000
krónur í eigu sinni, og þeim
tapaði hann flestum við póker-
borðið á leiðinni. Þau áttu sex
krónur, þegar heim kom, og
var það aleiga þeirra, auk hálf-
samins leikrits um Cecil Rhod-
es, sem Edgar var að vinna að
og gerði sér talsverðar vonir um.
Þau veðsettu gullúr Edgars
fyrir 300 krónur og fengu sér
leigt í greiðasöluhúsi í Dulwich.
Meðan Ivy tók upp farangur
þeirra, fór Edgar að tala við
Tom Marlowe og réðist að sam-
talinu loknu sem fréttamaður að
„Daily Mail“ fyrir 375 krónur
á viku. Nú létti honum í skapi
eins og ávallt,þegar betur fóren
á horfðist. Hann var nú tekinn
að vinna í Fleet Street, hjarta
enskrar blaðamennsku, og hann
trúði því fastlega, að hér myndi
hvaðeina geta átt sér stað.
Einhverja fyrstu viknanna,
sem hann var í London, kom
móðir hans, Polly Richards,
óvænt til hans. Einkadóttir
hennar hafði dáið fyrir mörgum
árum, og Polly var orðin gömul,
farin heilsu og einstæðingur.
Þótt hún hefði ekki séð þennan
son sinn í meir en tuttugu ár,
getur hún tæplega hafa gert sér
í hugarlund, hversu djúpt risti
gremja sú, er réði eina alger-
lega órausnarlega verknaði hans
á ævinni. Hann hafði ekki getað
gleymt því, hvemig hún sleppti
hendinni af honum í æsku, og
hann sagði henni, að hún mætti
við engri hjálp búast af sér.
Hún rnissti það litla, sem eftir
var af heilsunni nokkrum mán-
uðum síðar, þegar hún var að
leika smáhlutverk með leik-
flokki, sem var á ferð í Brad-
ford, og var flutt á spítala, þar
sem hún dó skömmu síðar í
algerði örbirgð. Tengdasonur
hennar sá um greftran hennar
í kaþólskum kirkjugarði og
sendi bænabók hennar, sem var
það eina, er hún lét eftir sig,
til sonarins.
Edgar tók dauða móður sinn-