Úrval - 01.04.1944, Page 121
EDGAR WALLACE
119
bar útaf, en Edgar átti mjög
bágt með að þola alla tilfinn-
ingasemi. Fór því samkomulag
þeirra síversnandi.
Ekki bætti það úr, að þá
sjaldan hann vann sér inn
einhverja peninga, neitaði hann
að afhenta henni þá til húsþarfa,
heldur reyndi hann að marg-
falda þá með veðmálum. Skap-
ferli sínu samkvæmur áleit
hann það fyrir neðan virðingu
sína að reyna að spara og klípa
af hverjum eyri, og fannst hon-
um það bera vitni um, að hann
hefði gefizt upp í lífsbarátt-
unni.
En í árslok 1909 tók aftur að
rofa til. Hann hafði kynnzt frú
Thorne, sem stjórnaði skáld-
sagnaútgáfu Shurey-forlagsins.
Hafði hún keypt eina af smá-
sögum hans og gefið honum
nokkur holl ráð um samning
smásagna. Nokkrum dögum
seinna var frú Thorne á leið til
London Bridge-stöðvarinnar í
strætisvagni, og lenti hún þá við
hliðina á Wallace, sem var að
fara á fund í félagsskap um
Kongó-málefni í austurhluta
borgarinnar. 1 samtalinu bar á
góma nokkrar af sögum þeim,
sem Edgar hafði heyrt í Kongó
og á Afríkuströndum.
Frú Thome var frá sér numin
og hélt, að hann þyrfti ekki
langt að leita efnis í sögur
sínar. Þarna væri efnið, sem
hann vantaði. Og lauk með því
að hún pantaði hjá honum eina
sögu á viku handa tímariti, sem
hét „The Weekly Story-TelIer“.
Lauk þessu svo, að frúin missti
af lest sinni, en Edgar af fund-
inum, og gengu þau saman
lengi kvölds og töluðu um til-
högun og fyrirkomulag þessa
sagnaflokks.
Sögurnar, sem síðar urðu
víðfrægar imdir nafninu „Sand-
ers of the River“*, birtust fyrst
í þessu tímariti, ein á viku, og
Edgar tók að gera sér það ljóst,
að hann hafði hér fundið námu,
er seint mundi þrjóta. Hami
var nokkuð vel kunnugur i
Afríku, og hann hafði skrifað
hjá sér fjölda atriða. Allt þetta
tók hann nú að rifja upp og
afla sér meiri þekkingar, en þar
sem þekkingunni sleppti, tók
skáldgáfan við.
Hann var aftur kominn í
álnir, og ekki leið á löngu áður
en hann hafði tekið upp sinn
gamla sið að eyða peningum
* Hafa komið út á íslenzku undir
nafninu „Sanders".