Úrval - 01.04.1944, Side 127

Úrval - 01.04.1944, Side 127
EDGAR WALLACE 125 hvíldarlaust. Fjórum dögum síðar var leikritið fullsamið, og Edgar lagðist í rúmið til að ná sér eftir þessa miklu and- legu áreynslu. Þetta er efalaust bezta leikrit hans, ef ekki bezta leikrit sinnar tegundar á vorum tímum. Hann hafði aukið vinnuhraða sinn og afköst smátt og smátt alla ævi, unz hann var orðinn svo mikill, að alla furðaði. Sir Patrick Hastings hefir sagt frá því, að hann dvaldi ein vikulok á sveitabústað Edgars, og vissi hann þá til, að hann las fyrir heila skáldsögu milli föstudags- kvölds og mánudagsmorguns. Hann hvarf meðan á kvöldverði stóð á föstudag, og var þjónn á verði alla nóttina til að gefa honum nýjan bolla af sætu tei á hálftíma fresti. Klukkan níu á mánudagsmorgun skýrði hann frá því, að hann hefði lokið við skáldsögu, sem var 80.000 orð að Iengd. Hann var þá illa til reika, órakaður og útúr þreytt- ur og varð að vera tvo sólar- hringa í rúminu. En hann hafði unnið sér inn 100.000 krónur á 60 klukkustundum. Hann var vanur að hafa sex eða sjö skáldsögur í takinu, og voru þær þó ekki nema lítill hluti af öllum ritstörfum hans, því að hann ritaði feiknin öll fyrir allskonar blöð. Allir rit- stjórar sóttust eftir greinum hans, og hann var tilbúinn að skrifa um hvað sem var milli himins og jarðar. Hann setti upp hátt verð fyrir greinar sínar, en ef í hlut átti gamall vinur úr Fleet Street, sem lítið gat boðið, þá gat hann látið til leiðast að skrifa langa grein fyrir eitt eða tvö hundruð krónur. Þessi vani hafði fengið svo sterk tök á honum, að hon- um var orðið næstum ómögulegt að segja nei. Það munaði minnst um eina og eina blaðagrein í viðbót við allt það, sem afkast-, anna beið. Hann gat „rubbað henni upp“ á hálftíma í hljóð- ritann. Eftir því sem tekjur hans urðu stórkostlegri, ukust út- gjöld hans. Hann hafði tvö stórhýsi í takinu og sína áhöfn þjónaliðs í hvoru. Alls voru þeir um 20. Ekki fannst honum taka því að halda veizlu, nema að minnsta kosti 200 gestir væru viðstaddir, og varð hann oft að leigja heilt matsöluhús fyrir veizlur sínar. Þó eyddi hann hvergi eins: stórkostlega og í veðmál um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.