Úrval - 01.04.1944, Síða 128
126
TJRVAL
hesta. Það leið varla svo dagur,
meðan um nokkrar veðreiðar
var að ræða, að hann veðjaði
ekki að minnsta kosti 3000 kr.
Hann ritaði lengi greinar um
veðhlaup í „Star“ og 1930 hafði
hann eignazt sjálfur 20 veð-
hlaupahesta. Þótt þeir væru
misjafnlega góðir, þá veittu þeir
honum þá ánægju að vera tal-
inn eigandi þeirra, og 75.000
krónur, sem hann hafði á ári
fyrir greinar sínar í ,,Star“ gátu
greitt næstum helming af kostn-
aðinum við hestahaldið.
Þegar hann kostaði sjálfur
leikrit, var hann vanur að byrja
ósköp sparlega, en í veizlunni
eftir frumsýninguna kom það
oft fyrir að hann tvöfaldaði
laun allra leikaranna. Hann átti
það líka til að verða stórreiður,
ef einhver leikaranna fór fram á
smávægilega launahækkun, og
oftast nær harðneitaði hann því.
En hann átti líka til að tvöfalda
laun einhvers leikarans upp úr
þurru, og enginn var hamingju-
samari en hann sjálfur við að
sjá kæti mannsins og þakklæti.
Tvö síðustu ár ævinnar hrak-
aði heilsu hans mjög vegna
ofreynslu og sjúkdóms, sem
ekki var hægt að henda reiður
á. 1 samfleytt 40 ár hafði hann
verið að auka afköst sín og
vinnu, og þau voru nú strengd
svo hátt, að heili og taugar voru
famar að segja til sín. Það var
enginn vafi á því, að hann
hafði haft afburða gáfur. En
gáfumar vom eins og lítill logi,
sem aldrei hafði fengið að loga
í næði, heldur hafði sífellt verið
blásið að honum af eyðslusemi,
framgimi og græðgi, þar til
loginn var tekinn að fölna og
ljósið að daprast.
Hann hafði alla sína ævi
verið í kröggum með peninga,
og þegar hér var komið sögu,
1931, var hann tekinn að óttast
fyrir alvöra. Skattskuldir hans
einar saman námu hálfri milljón
króna, og þótt hann af kæruleysi
eða hugleysi hirti ekki um eða
þyrði ekki a,ð láta uppgjör fara
fram, þá hafði hann talsvert
ákveðna hugmynd urn, að skuld-
imar væm að minnsta kosti
f jórum sinnum hærri alls. Þegar
hann fékk glæsilegt tilboð frá
Hollywood, þá fannst honum
hann ekki geta annað en slátrað
þeim gullkálfinum líka.
Samt hafði hann beyg af því
að fara að heiman, enda nálg-
aðist ferðahugur hans líkamlega
vanlíðan. Hann lagði hart að sér