Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 130
128
ÚRVAL
var, hvenær sá dásvefn varð að
dauðasvefni.
Frú Wallace — Jim, eins og
hann kallaði hana alltaf —
fékk skeytið um lát manns síns,
áður en skipið var komið langt
frá Southampton, enda steighún
á land í Cherbourg og hélt af tur
heimleiðis. Um það leyti sem
hún var aftur kominn til Lon-
don, hafði Edgar Wallace einn-
ig lagt af stað í sína hinnstu
ferð heim.
Þegar ,,Berengaria“ lagðist
að hafnarbakkanum, voru allir
fánar í hálfa stöng, og þegar
líkið kom til London, var mörg-
um kirkjuklukkum hringt, flest-
um þó í Fleet Street. Wyndhams
leikhúsið stóð autt og tómt.
Þannig heiðruðu blaðamenn og
leikarar sinn látna vin og félaga.
EFTIRMÁLl
Robert Van Gelder ritar í „New
'York Times“ um þessa ævisögu
Edgars Wallace: „Það er ánægjulegt
að lesa þessa ágætu ævisögu Edgars
Wallace, lejmilögreglusöguhöfundar-
ins alkunna. Wallace var óvenjuleg-
ur maður. Hann var af lágum stig-
um, ómenntaður piltur frá Billings-
gate í London, sem komst til vegs,
virðingar og auðsældar af eigin
rammleik og án allrar aðstoðar.
Enginn brezkur höfundur, ekki einu
sinni Scott eða Dickens, urðu eins
víðlesnir. Um marga aðra hluti var
Wallace óvenjulegur maður, og það
er vel við eigandi, að ágætur æví-
sagnaritari skuli hafa orðið til að
rita ævisögu hans.“
UKVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ölafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlast er til, að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa timaritið
fyrir fram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Urval
er sent til allra bóksala á landinu og getur hver og einn gerst áskrif-
andi hjá næsta bóksala.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.P.