Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 132
Bréf f rá lesendum
Herra ritstjóri!
Cr óskar eftir áliti leserida úin
það, hvort gjöra skuli TJrval
að mánaðarriti. Frá mínu sjón-
armiði finnst mér ekki liggja á
því. Menn lofa ritið, og ég kaupi
það aðeins af þvi að mér líkar
það betur en önnur tímarit, —
þótt ég (og sjálfsagt margir
fleiri) hafi verið að benda þér
á eitt og annað, sem þótti betur
mega fara. Eftir því sem þið,
sem að því vinnið, fáið meiri
æfingu í því að slípa af þvi van-
kantana (því að ég efa ekki góð-
an vilja til að vanda það sem
bezt) fæst traustari grundvöll-
ur undir stækkun þess, þegar
það mál reynist tímabært.
Jafnbezt lika mér þeir kaflar
í ritinu, sem fjalla um náttúru-
fræði, nýjar uppgötvanir, eða
nútímaviðhorf heimsins til eins
og annars. Getur mér komið í
hug af því, að þær heimildir sem
fyrir hendi eru, séu beztar á
þeim sviðum. Vaxandi fjöl-
breytni fixmst mér því aðeins
æskileg, að náist til úrvals-
heimilda — og er þess að vænta,
að greiðara verði um öflun efnis,
þegar stríðinu lýkur. Þá finnst
mér muni nægur tími til að ræða
um að stækka ritið.
Ég sé í síðasta hefti, að ein-
hver óskar eftir því að ritið láti
listir til sín taka. Ég óskaði þess
einhvem tíma áður. Að svo hefir
ekki orðið, er e. t. v. af því að
þær heimildir, sem ritið notar
mest, séu fátækar á þvi sviði.
Þess vegna fell ég fyrir mitt
leyti frá þeirri ósk, og þykir
betur svo búið, en að það lendi
á einhverjum refilstigum með
listaþætti. Hygg ég meira um
vert að ástunda verulegt úrval,
en að þenja sig yfir öll möguleg
svið, sem vel mætti leiða til
glundroða og útþynningar —
einkum meðan ritið er ekki
stærra.
1 fyrsta heftinu er getið
þriggja mjög athyglisverðra ný-
unga, og þykir mér vænt um
það. En þegar þið birtið næst
skýringarmynd, megið þið helzt
ekki gleyma að þýða þær skýr-
ingar sem fylgja, því að þótt þið
skiljið e. t. v. ensku eins og
móðurmálið ykkar, er ekki þorri
lesenda TJrvals svo fróður.
Sagan Listamaður finnst mér
ágætlega byggð og lýtalaust
sögð; þótt efnið sé ekki sérlega
hugðnæmt, finnst mér hún sóma
sér ágætlega I Úrvali. Greinin
„Ég sjálfur á jörðinni" er und-
arlega mikil mælgi utan um lítið
efni, og ætti því að mestu heima
utan þess hrings, sem TJrval
Framhald innan á kápunni.
STEINDÓRSPKENT H.P.