Úrval - 01.08.1945, Page 11

Úrval - 01.08.1945, Page 11
GUÐ OG FAÐIR MINN 9 mín hefði gott af að gera sér það ljóst. Hann bar fram mörg rök máli sínu til stuðnings, en að lokurn tókst samt móður minni að sannfæra hann um, að það væri fyrir neðan virðingu hans að gefa ekki meira. Ekki lét hann samt alveg undan, heldur kom með málamiðlun: áður en hann fór til kirkjunn- ar, stakk hann dollaranum í hægri vestisvasann, en í vinstri vasann setti hann nýjan fimm dollara seðil; og svo lýsti hann því yfir, að héðan í frá lofaði hann því að gefa fimm dollara seðilinn, ef presturinn héldi góða ræðu. Þegar presturinn steig í stól- inn, horfðum við strákarnir á hann eftirvæntingarfullir, eins <og hann væri veðhlaupahestur að búa sig til hlaups. Venjulega fyrirgerði hann öllum rétti til verðlaunanna þegar á fyrsta sprettinum. Stundum byrjaði hann vel, en lenti svo út af þeirri braut, sem faðir minn hafði ætlað honum að fara, og geyst- ist óafvitandi í allt aðra átt. Þetta kom okkur strákunum í holl kynni við kaldhæðni örlag- anna. Dag nokkum byrjaði prestur- ínn að tala um það, sem hann nefndi nýtt musteri. Faðir minn gaf orðum hans lítinn gaum, þangað til honum varð ljóst, að það mundi kosta hann fjárút- lát. Þá varð hann fokvondur. Hann sagði, að hann hefði svo sem átt að vita það, að þetta hefði aðeins verið ráðabrugg til að kría út peninga. Hann varð enn æstari þegar móðir mín sagði, að þess mundi vænst, að hann gæfi stóra upp- hæð, af því að hann hefði góða stúku í kirkjunni. Það var eins og jarðskjálfti. Faðir minn lokaði sig inni í skrifstofu sinni á hverju kvöldi og sagðist ekki taka á móti neinum heim- sóknum. En nokkru síðar, þegar mesti móðurinn var mnninn af hon- um, sagði móðir mín honum, að hann yrði að minnsta kosti að veita fjársöfnunarnefndinni á- heyrn. Hann beið órólegur og önug- ur. Kvöld nokkurt heyrði móðir mín hávaða í skrifstofunni.. Faðir minn hafði alltaf orðið og flutti mál sitt með sterkum orðum að vanda. Hann varð stöðugt háværari. Móðir mín var farin að óttast, að nefndin mundi fyrtast af svona skömm- um. En þegar hún gægðist inn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.