Úrval - 01.08.1945, Síða 125

Úrval - 01.08.1945, Síða 125
YORKSHIREMAÐURINN FLJÚGANDI 123 Honum sárnaði mest af öllu, hvernig Mully leit til hans. Hún mundi aldrei framar trúa hon- um. Trú! En hún var orsökin til alls þessa! Hann mundi allt í einu eftir orðum litla prófessorsins: „Seg- ið við sjálfan yður: „jÉg get flogið. Ég get það! Ég get þaö! Og trúið því ávallt.“ Sam brá á sig axlaböndunum í hendings- kasti: „Guð minn góður,“ hróp- aði hann, „ég get flogið. Opnið þið bölvaðar dyrnar!“ Um leið og hurðin opnaðist, hófst hann á loft og sveif yfir höfuð lögregluþjónanna, sem köstuðu sér niður til þess að verða ekki á vegi hans. Hann þaut eftir ganginum, fyrir ofan fólkið, og sveif upp í hinn geysi- stóra áhorfendasal. „Bölvaðir ræflar,“ æpti hann, „ég skal sýna ykkur það!“ Hann þaut nærri beint upp undir loftið og horfði niður á hinar fölu ásjón- ir, sem störðu vantrúaðar á hann. „Ég skal sýna ykkur það!“ æpti hann aftur og steypti sér niður eins og steypiflugvél. Áhorfendumir In-ukku í allar áttir, skelfingu lostnir, og kút- veltust hver um annan, en Sam þaut áfram í áttina til útgöngu- dyranna. Hann flaug með ofsa- hraða yfir fólksfjöldanum og skaust út um dyrnar. „Nú, get ég þá flogið?“ hróp- aði hann og sveif í hringjum og steypti sér í náttmyrkrinu, rétt uppi yíir bifreiðum og fótgang- andi fólki. Hann tyllti sér á húsþak og horfði niður á stræt- in. Bifreiðar rákust á og konur féllu í öngvit. Það hvein í flaut- um lögreglubifreiða, sjúkra- vagna og slökkviliðsbíla. „Komið þér niður, þér þama,“ kallaði lögregluþjónn, og fór að klifra upp bruna3tiga, með byssu í hendinni. Sam stökk fram af brúninni, sveif í hringi kringum stigann, og steypti sér niður að mann- grúanum á götunni. Hann þaut aftur upp á við og geystist um borgina þvera og endilanga, hrópandi hótanir og ögrunar- orð, og kom hvarvetna allri um- ferð á ringulreið. Þegar hann var kominn hátt í loft upp, rann honum reiðin. Hann var orðinn leiður á mönnunum og sveif hægt upp í náttmyrkt himin- hvolfið. Hann heyrði aðeins óglöggt ys stórborgarinnar. Fyrir neðan hann var eyjan eins og ljósknipplingar. 1 hinum tignarlega sorta umhverfis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.