Úrval - 01.02.1948, Page 73

Úrval - 01.02.1948, Page 73
TRÚIN Á KROSSFESTAN TRÉSMIÐ 71. gat getið sér til. Þessi breyting er staðreynd, jafnvel þótt við tölum um hana í líkingum. Það er einungis þrennt, sem guð krefst af mönnunum: að þeir iðki réttlæti, séu miskunn- samir og auðmjúkir. I þúsundir ára hafa þeir séð, að ágirnd, öfund, hatur, grimmd, sviksemi og dramb er orsök alls þess illa, sem í heiminum er að finna. Það er alveg eins ástatt í dag; tæki illverkanna eru önnur, en ill- verkin eru hin sömu. Ef til vill er byrðin, sem guð hefur lagt manninum á herðar, of þung? Er það ekki einkennilegt, að það, sem ætti að vera okkur til farsældar, virðist vera byrði? En við vitum, að byrðin er ekki of þung. Það er mögulegt að vera réttlátur, miskunnsamurog auðmjúkur, því að guð sjálfur hefur sýnt okkur það í lífi og dauða Jesú frá Nasaret. Ég veit, að margir munu segja: „Auðvitað var Jesús góð- ur maður og dæmdur saklaus til dauða, og hann er mikil fyrir- mynd fyrir okkur; en þetta tal um upprisu hans frá dauðum er f jarstæða, sem ekki er hægt að taka trúanlega." Það er ekki hægt að trúa hlutum, sem eru í mótsögn við sjálfa sig og ekki studdir neinum rökum. Við byggjum ekki að öllu leyti á skynseminni og við erum öll að meira eða minna leyti hjá- trúarfull, hvort sem við teljum okkur kristin eða ekki; við verð- um að sætta okkur við það, að þekking okkar er ófullkomin. Ég held því fram, að það sé miklu óskynsamlegra og beri meiri hjátrúarkeim að neita upprisu Krists, heldur en að viðurkenna hana. Flest fólk neitar upprisunni á þeim grundvelli, að slíkt fyrir- bæri sé óþekkt í venjulegu lífi. Þessi röksemd er hvorki sterk né vísindaleg. Vísindin geta að- eins sagt: furðuleg fyrirbæri geta stundum gerzt, en mjög sjaldan. Vísindin, sem láta sig að mestu skipta hið algenga, verða að ganga fram hjá þeim. Við eigum að athuga sannanir fyrir óvenjulegum atburðum mjög vandlega, en við eigum ekki að telja neitt fjarstæðu, fyrr en við höfum rannsakað rökin og vitnisburðina. Rökin fyrir upprisu Krists er reynsla allra kristinna manna æ síðan. Og þau eru meira en hún; þau eru einnig saga kristnu safnað- anna. Að neita upprisunni er að afneita sögunni, því að upprisan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.