Úrval - 01.12.1952, Page 2
SPURT OG SVARAÐ.
1 síðasta hefti var svarað tveim
spurningum um skógrækt. Vegna
rúmleysis var ekki hægt að svara
tveim öðrum spurningum frá sama
lesanda og koma þær nú hér á-
samt svörunum.
Spurningar:
1. Hver er meðalhiti kaldasta
og fimm heitustu mánaða á eftir-
töldum stöðum: Unalakleet í Al-
aska, Aklavik i Alaska, Igarka í
Síberíu, Jakutsk i Síberíu, Thule
á Grænlandi og á suðurströnd
Nýja Sjálands (Suðurey).
2. Hafa ekki verið gerðar já-
kvæðar tilraunir með rafmagns-
mótor af þeirri gerð sem notaðir
eru í Gyro-strætisvagna, sem afl-
gjafa í bílum og dráttarvélum
sem eru notuð nálægt hleðslustöð ?
Svör:
1. Ari Guðmundsson veðurfræð-
ingur hefur góðfúslega gefið Úr-
vali upp tölur þær sem birtar eru
í eftirfarandi töflu. Eru þær tekn-
ar úr veðurskýrslum Smithsonian
Institute i Washington (1927 og
1934) og veðurstofu kanadisku
stjórnarinnar (1951). Til saman-
burðar er tekinn meðalhiti i Rvík.
Staðir °C “C °c °C °c °c
maí júní júlí ág. sept. jan.
Norae í Alaska (skammt vestan
við Unalakleet, meðallag frá 1917—46) 0,9 7,5 9,7 9,6 5,5 h-15,3
Aklavik (áætlaður meðalhiti sam-
kvæmt meðaljafnhitalínum ein- stakra mánaða fyrir Norður- kanada, útgefið 1951) 0 10 3 -f-28,0
Turukliansk í Síberíu (ca. 150 km
suður af Igarka, meðallag frá 1921—30) -t-0,5 9,7 16,6 13,3 6,4 -t-26,2
Jakutsk (meðallag frá 1921—30). Dundas Harbour, Devon Island 5,6 15,4 18,6 15,5 6,5 -í-42,3
(hefur mjög svipaðan meðalhita árið um kring og Thule. Meðal- lag byggt á athugunum frá 1930 —33 og 1946—50) -í-6,1 2,2 5,6 4,4 -i-5,0 -t-26,7
Reykjavík (meðallag frá 1941—50). 6,8 9,8 11,5 n,i 8,3 2,7
Dunedin á suðausturströnd Nýja nóv. des. jan. febr. marz júlí
Sjálands (meðallag frá 1921—30). 12,0 13,3 15,0 14,6 13,2 6,2
2. Hjá Jóni Gauta verkfræðingi,
sem hefur kynnt sér sérstaklega
hina svissnesku Giro-almennings-
vagna, hefur Úrval fengið eftirfar-
andi upplýsingar: Giro-dráttar-
vagnar á spori hafa verið í notk-
un í Sviss í þrjú ár og reynzt á-
gætlega. Giro-hreyflar hafa ekki
verið settar í dráttarvélar (land-
búnaðarvélar), en fræðilega er
ekkert því til fyrirstöðu, að knýja
megi þær með Giro-hreyflum.
Framhald á 3. kápusíðu