Úrval - 01.12.1952, Page 3
11. ÁRGANGUR •:> REYICJAVlK <> NÓV.—DES. 1952
Eyjan sera lagðist í eyði eftir
að hafa verið byggð í
1000 ár.
Grein úr „Vi“,
eftir Roland Svensson.
A FSKEKKTAR eyjar orka
með sérstöku móti á hugi
vora. Þær örva írnyndunaraflið
og magna ævintýraþrána. Á lít-
illi eyju fæst yfirsýn yfir bar-
áttu mannsins við sjálfan sig
og náttúruna. Vér mætum þar í
miskunnarlausri nekt hinum
eilífu vandamálum tilverunnar.
Úti í Atlantshafi, vestur af
Skotlandi og vestsuðvestur af
Suðureyjum, er eyjaklasi sem
nefnist St. Kilda. Þetta eru
klettaeyjar sem rísa þverhnýpt-
ar úr hafi, dökkgrænar í koll-
inn. Við sæbjörgin kyrja öldur
Atlantshafsins hinn eilífa söng
sinn. Stærsta eyjan, St. Kilda,
er um 10 km í ummál. Hæsti
tindur hennar er 460 metrar
jrfir sjávarmál. Eyjarnar Borer-
Á styrjaldarárunum þegar íslenzk-
ir togarar sigldu með fisk til Fleet-
wood á vesturströnd Englands var
fyrsta landsýn þeirra er til Englanda
kom eyjan St. Kilda, og hún hvarf
síðust í hafið þegar þeir héldu heim
á leið á ný. Við sem kynni höfðum
af íslenzkum togarasjómönnum á
þessum árum og fylgdumst af ugg
og eftirvæntingu með hinum hættu-
legu ferðum þeirra höfum ótalsinn-
um heyrt þessa eyju nefnda. Nafn
hennar hefur sérstakan hljóm í hug-
um okkar, snertir streng sem tengd-
ur er þessum miklu hættutímum í lífi
íslenzkra sjómanna.
ay og Soay eru allmiklu minni,
en næstum eins háar.
Norðmenn sem fyrir árið
1000 réðu yfir Orkneyjum,
Shetlandseyjum og Suðureyjum,