Úrval - 01.12.1952, Síða 7

Úrval - 01.12.1952, Síða 7
HARMSAGA ST. KILDA 5 ur leyfir fara menn í eldiviðar- leit um gjár og gjótur, dali og kletta. Apríl. Nú eru komnir allir sjófuglar sem hingað venja komur sínar. Garg þeirra fyllir loftið. í lok mánaðarins byrja lundinn, hafsúlan, álkan og skrofan að verpa. Við komu fuglanna hefur fæða fólksins batnað stórum. Hver f jölskylda hefur veitt 40—50 súlur, auk minni fugla. Enginn mór hef- ur enn verið tekinn ■—■ viku góðviðri þarf til að þurrka hann. Menn bíða með eftir- væntingu eftir bátnum frá Harris, sem kemur með korn og kartöflur. Við þökkum almátt- ugum guði fyrir gæzku hans. Júlí. Allir fuglar hafa nú ung- að út nema sæsvalan sem er ný- byrjuð að verpa. Fólk skortir tilfinnanlega ýmsar fæðuteg- undir. Áður en fuglarnir komu hreinsuðu menn bókstaflega klappirnar af allskonar skel- fiskum sér til matar; einnig söfnuðu menn einskonar þangi sem vex á klöppunum. Meðan hægt var að safna eggjum var neyðin fjarri, en nú hefur veðr- ið versnað og torveldar fugla- veiðar. Aðalfæðan er lítil jurt, skógarsúran, soðin í vatni, en hún er einnig að ganga til þurrðar. Fara þarf langt upp í fjall til að finna hana. Október. Sæsvalan er farin — síðust sjófuglanna. Nokkrar máfategundir og fáeinir skarf- ar eru hér árið um kring. Fýl- ungurinn kemur upp að strönd- inni á hverjum degi í vestanátt. Endur eru á sveimi úti fyrir ströndinni og stöku æðarfugl. Þegar haustvindarnir geisa fá- um við heimsókn af svönum og gæsum. Uppskeran er komin í hús, hálmur er nægur en öxin eru smá. Kartöfluuppskeran brást, var aðeins helmingur af meðaluppskeru. Eldiviður er enn enginn. Allt hefur gengið okkur andstætt þetta haust. Nóvember. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Þegar fuglarn- ir eru farnir verða klappirnar svartar og eyðilegar. Það er mikill léttir að sjá einhverja hreyfingu í auðninni. Við lifn- um við þegar við sjáum svani eða gæsir, þótt hér sé aðeins áfangastaður þeirra á leið til hlýrri landa. Desember. Það sem af er vetrinum hefur verið storma- samt. Allir farfuglar eru löngu farnir. Hrossagaukar, spör- fuglar, krákur, hrafnar og fálk- ar eru hér árið um kring. Eldi- viðarskortur hefur aldrei fyrr verið svona mikill. Árið í fyrra var slæmt, en þetta ár er þriðj- ungi verra. Guð, haf þú miskun með oss!“ Árið 1861 var eyjarskeggjum gefinn bátur með öllum útbún- aði. Ætlunin var að örva þá til aukinna fiskveiða. í hafinu um- hverfis eyjarnar var gnægð fiskjar: þorskur, langa, heilag- fiski og koli. Báturinn var nógu stór til þess að sigla mátti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.