Úrval - 01.12.1952, Page 10
8
UHVAL
og varpaði akkerum við St.
Kilda um hádegi á sunnudag.
Ekki mátti skipa upp á helgi-
degi. Skipstjórinn tjáði prest-
inum, að ef hann hvessti mundi
hann fara aftur. Gæti prestur-
inn lofað góðu veðri í einn sól-
arhring? Presturinn svaraði að
sá guð sem borið hefði skeytið
til lands og sent hjálparleið-
angurinn til eyjunnar mundi
sjá um gott veður. Eftir mið-
nætti byrjaði uppskipunin og
klukkan fjögur létti skipið
akkerum.
Seint um haustið sama ár
kom fulltrúi frá ríkisstjórninni
til að rannsaka ástandið á
eynni. Fundur var haldinn
með prestinum, kennaranum og
rosknum mönnum á eynni. Álit
fulltrúans var birt 1886. Þar er
talað urn hina langvarandi ein-
angrun sem eyjarskeggjar hafi
búið og búi enn við, sjávarselt-
una sem eyðileggur uppskeruna.
„Með tilliti til þessa er skyn-
samlegast og til lengdar ódýr-
ast að flytja fólkið burt. Eru
eyjarskeggjar því allir sam-
þykkir nema tveir.“
Eftir að brottflutningurinn
kom til tals voru örlög eyjar-
skeggja raunverulega ráðin, þó
að enn liðu rúmir fjórir ára-
tugir áður en úr framkvæmd
yrði. Á hverju sumri komu nú
ferðamannaskip til St. Kilda
frá Glasgow. Greinar og bækur
voru skrifaðar um eyna og
gætti þar ýmissa sjónarmiða.
Ferðamaður að nafni Heath-
cote skrifaði árið 1900: „Skoð-
un mín er að fólkið lifi þar
hamingjusömu lífi. Það býr í.
betri húsakynnum og við betra
viðurværi en aðrir landsmenn í
sömu stöðu. Það væri óráð að
flytja það burt. Ef einhver vill
yfirgefa eyna er sjálfsagt að
hjálpa honum til þess á allan
hátt. Verið getur að aukin
fræðsla veki óánægju hjá sum-
um með hin frumstæðu kjör
sín og þeir vilji fá að taka
virkari þátt í framþróuninni í
heiminum. En brottflutningur
gerir þá ekki hamingjusamari.
Það er nóg atvinna á eynni og
tímann eiga menn sjálfir. Lífið
þar er kyrrlátt.“
Með fólksfækkuninni breytt-
ust lifnaðarhættirnir. Fugla-
■veiðar í eyjunum í kring urðu
fátíðari og eftir 1910 lögðust
þær alveg niður.
1929 var sagt frá því í blöð-
um að fóikið á St. Kilda yrði
flutt burt. Brottflutningurinn
var ýrnsum erfiðleikum bund-
inn. Finna þurfti ný heimkynni
fyrir fólkið þar sem væri hús-
næði og atvinnuskilyrði fyrir
það. Og svo þurfti að velja
brottflutningsdaginn með til-
liti til veðurs. Allt gekk þó
vel og var almennt álitið að
yfirvöldunum hefði farizt vel
við fólkið. Því var komið fyrir
í Morven-héraði á vesturströnd
Skotlands.
I Glasgoiv Herald birtist við-
tal við eiganda eyjunnar, Sir
Reginald MacLeod of MacLeods: