Úrval - 01.12.1952, Page 10

Úrval - 01.12.1952, Page 10
8 UHVAL og varpaði akkerum við St. Kilda um hádegi á sunnudag. Ekki mátti skipa upp á helgi- degi. Skipstjórinn tjáði prest- inum, að ef hann hvessti mundi hann fara aftur. Gæti prestur- inn lofað góðu veðri í einn sól- arhring? Presturinn svaraði að sá guð sem borið hefði skeytið til lands og sent hjálparleið- angurinn til eyjunnar mundi sjá um gott veður. Eftir mið- nætti byrjaði uppskipunin og klukkan fjögur létti skipið akkerum. Seint um haustið sama ár kom fulltrúi frá ríkisstjórninni til að rannsaka ástandið á eynni. Fundur var haldinn með prestinum, kennaranum og rosknum mönnum á eynni. Álit fulltrúans var birt 1886. Þar er talað urn hina langvarandi ein- angrun sem eyjarskeggjar hafi búið og búi enn við, sjávarselt- una sem eyðileggur uppskeruna. „Með tilliti til þessa er skyn- samlegast og til lengdar ódýr- ast að flytja fólkið burt. Eru eyjarskeggjar því allir sam- þykkir nema tveir.“ Eftir að brottflutningurinn kom til tals voru örlög eyjar- skeggja raunverulega ráðin, þó að enn liðu rúmir fjórir ára- tugir áður en úr framkvæmd yrði. Á hverju sumri komu nú ferðamannaskip til St. Kilda frá Glasgow. Greinar og bækur voru skrifaðar um eyna og gætti þar ýmissa sjónarmiða. Ferðamaður að nafni Heath- cote skrifaði árið 1900: „Skoð- un mín er að fólkið lifi þar hamingjusömu lífi. Það býr í. betri húsakynnum og við betra viðurværi en aðrir landsmenn í sömu stöðu. Það væri óráð að flytja það burt. Ef einhver vill yfirgefa eyna er sjálfsagt að hjálpa honum til þess á allan hátt. Verið getur að aukin fræðsla veki óánægju hjá sum- um með hin frumstæðu kjör sín og þeir vilji fá að taka virkari þátt í framþróuninni í heiminum. En brottflutningur gerir þá ekki hamingjusamari. Það er nóg atvinna á eynni og tímann eiga menn sjálfir. Lífið þar er kyrrlátt.“ Með fólksfækkuninni breytt- ust lifnaðarhættirnir. Fugla- ■veiðar í eyjunum í kring urðu fátíðari og eftir 1910 lögðust þær alveg niður. 1929 var sagt frá því í blöð- um að fóikið á St. Kilda yrði flutt burt. Brottflutningurinn var ýrnsum erfiðleikum bund- inn. Finna þurfti ný heimkynni fyrir fólkið þar sem væri hús- næði og atvinnuskilyrði fyrir það. Og svo þurfti að velja brottflutningsdaginn með til- liti til veðurs. Allt gekk þó vel og var almennt álitið að yfirvöldunum hefði farizt vel við fólkið. Því var komið fyrir í Morven-héraði á vesturströnd Skotlands. I Glasgoiv Herald birtist við- tal við eiganda eyjunnar, Sir Reginald MacLeod of MacLeods:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.