Úrval - 01.12.1952, Page 12
Sönn saga úr hversdagslífinu:
Þriðji tvíburinn.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir George Kent.
HJÖNIN Madeleine og Phil-
ippe Joye eru svissnesk og
eiga heima í bænum Fribourg.
Hinn 4. júlí 1941 var frú Joye
í'lutt á fæðingardeild bæjarins
og þar ól hún tvíbura. Þetta
var á erfiðum tímum. Sviss var
að vígbúast og fjöldi lækna og
hjúkrunarkvenna var kvaddur í
herinn og var því mikill skort-
ur á starfsliði í sjúkrahúsunum.
Hjúkrunarkonan sem annaðist
frú Joye hafði verið svefnlaus
vegna anna í tvo og hálfan sól-
arhring þegar hún tók á móti
frú Joye.
Tvíburarnir, Philippe og Paul
Joye, voru hraustir og efnileg-
ir, en það varð ekki séð á þeim,
þegar þeir uxu upp, að þeir væru
tvíburar. Philippe var veik-
byggður og næmgeðja; Paul
var hraustur og mikill fyrir sér,
og í útliti voru þeir jafnólíkir.
Sex ára gamlir byrjuðu þeir
nám í klausturskóla, og þar
var það sem þriðji tvíburlnn
kom til sögunnar.
Fyrsta daginn í skólanum lét
kennslukonan tvo drengi, sem
hún hélt að væru tvíburar, setj-
ast saman á bekk. Hin börnin í
bekknum fóru að pískra, þeim
hafði áður orðið á sama skyss-
an: þau höfðu haldið að dreng-
ur að nafni Ernst Vatter væri
tvíburi Philippes af því að þeir
voru svo líkir. Kennslukonan
fór líka að hlæja og setti Phil-
ippe við hliðina á Paul. En
hvað eftir annað kom það fyrir
um veturinn, að hún ruglaði
saman Ernst og Philippe og
sama máli gegndi um skóla-
systkini þeirra.
Fribourg er lítill bær og
þetta merkilega fyrirbrigði varð
brátt umtalsefni manna á með-
al. Dag nokkurn hitti frú Joye
kunningjakonu sína, sem sagði:
,,Ég sá Philippe litla á götunni
í morgun, hann var með
óknytti". „Það getur ekki hafa
verið Philippe, hann er kvefað-
ur og hefur verið heima í dag,“
sagði frú Joye. Atvik svipuð
þessu voru sífellt að koma fyr-
ir og hentu Joyehjónin oft gam-
an að þeim. Á skólahátíð í júní
1947 sá herra Joye í fyrsta
skipti þá Ernst og Philippe sam-
an. Börnin voru klædd í sér-
stakan hvítan hátíðarbúning, og
eins klæddir voru þeir Ernst og
Birt með leyfi (Reader’s Digest, Nóv. ’52).