Úrval - 01.12.1952, Page 15

Úrval - 01.12.1952, Page 15
ÞRIÐJI TVlBURINN 13 ár. Samt grét þessi stillilega kona fyrir nokkrum dögum þeg- ar hún minntist á Paul sem ekki var lengur sonurn hennar. Ilún hefur ekki séð hann síðan dag- inn sem hann fór. Þau hjónin höfðu sagt Paul hversvegna hann færi að heiman. Til þess að létta honum skilnaðinn höfðu þau sagt honum að nýja mamm- an væri rík, að hún ætti bíl og að hann mundi fá reiðhjól og ýms fleiri leikföng. Paul, sem aldrei hafði verið mjög bund- inn foreldrum sínum, var fullur tilhlökkunar. Lengi eftir að Ernst kom á heimilið kallaði hann móður sína frú og sýndi henni enga ástúð eða blíðuhót. Framkoma hans var óaðfinnanleg en ekki innileg. Foreldrarnir fóru var- lega að honum. Þau sögðu hon- um að hann mætti heimsækja frú Vatter hvenær sem hann vildi. En átakanlegt djúp var áfram staðfest milli hans og móður hans. En eitt var það sem Ernst þótti vænt um, og það var að hafa eignast pabba, því að hann hafði aldrei átt föður. ,,Ef enginn pabbi væri hérna,“ sagði hann dag nokkurn, ,,þá mundi ég fara.“ Það tók Ernst næstum ár að sætta sig við móður sína og nýja heimilið sitt. Nú er hann eins hændur að henni og Phil- ippe og jafnblíður við hana. Skiptin voru miklu þungbær- ari fyrir frú Vatter. Hún fékk ekki tvíbura, spegilmynd af barni sem hún átti fyrir, held- ur dreng sem var í öllu ger- ólíkur þeim sem hún missti. Hann var að vísu lifandi eftir- mynd mannsins hennar sáluga, en það var ekki drengurinn sem hún hafði alið við brjóst sér og kennt að ganga fyrstu sporin. Með tímanum vandist hún breytingunni, en eins og fríi Joye syrgir hún drenginn sem hún missti. Þessi undarlega rás atburð- anna skapaði mjög erfitt mann- legt vandamál. Frá sjónarmiði laganna var þetta ekki vanda- mál. Það höfðu orðið býtti á börnunum, og mistökin voru leiðrétt. Lagalega séð varð ekki komizt hjá því að skipta á börn- unum aftur, því að seinna þeg- ar erfðamálin kæmu til sögunn- ar, gætu orðið úr þessu um- fangsmikil og erfið málaferli, ef ekki hefðu verið höfð býtti á drengjunum aftur. Philippe Joye eldri hefur vellaunað starf sem framkvæmdastjóri filmu- verksmiðju, og frú Vatter er auðug. Þannig stendur málið. Dreng- irnir eru nú tíu ára og virðast vera ánægðir og una sér vel á hinum nýju heimilurn sínum. En mæðurnar eru ekki ham- ingjusamar. — Eins og einn Fribourgbúi sagði við mig: „Það var ekki annað en óheppni •— undarlegir duttlungar örlag- anna — að foreldrarnir skvldu senda börnin sín í sama skóla.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.