Úrval - 01.12.1952, Page 15
ÞRIÐJI TVlBURINN
13
ár. Samt grét þessi stillilega
kona fyrir nokkrum dögum þeg-
ar hún minntist á Paul sem ekki
var lengur sonurn hennar. Ilún
hefur ekki séð hann síðan dag-
inn sem hann fór. Þau hjónin
höfðu sagt Paul hversvegna
hann færi að heiman. Til þess
að létta honum skilnaðinn höfðu
þau sagt honum að nýja mamm-
an væri rík, að hún ætti bíl og
að hann mundi fá reiðhjól og
ýms fleiri leikföng. Paul, sem
aldrei hafði verið mjög bund-
inn foreldrum sínum, var fullur
tilhlökkunar.
Lengi eftir að Ernst kom á
heimilið kallaði hann móður
sína frú og sýndi henni enga
ástúð eða blíðuhót. Framkoma
hans var óaðfinnanleg en ekki
innileg. Foreldrarnir fóru var-
lega að honum. Þau sögðu hon-
um að hann mætti heimsækja
frú Vatter hvenær sem hann
vildi. En átakanlegt djúp var
áfram staðfest milli hans og
móður hans.
En eitt var það sem Ernst
þótti vænt um, og það var að
hafa eignast pabba, því að hann
hafði aldrei átt föður. ,,Ef
enginn pabbi væri hérna,“ sagði
hann dag nokkurn, ,,þá mundi
ég fara.“
Það tók Ernst næstum ár að
sætta sig við móður sína og
nýja heimilið sitt. Nú er hann
eins hændur að henni og Phil-
ippe og jafnblíður við hana.
Skiptin voru miklu þungbær-
ari fyrir frú Vatter. Hún fékk
ekki tvíbura, spegilmynd af
barni sem hún átti fyrir, held-
ur dreng sem var í öllu ger-
ólíkur þeim sem hún missti.
Hann var að vísu lifandi eftir-
mynd mannsins hennar sáluga,
en það var ekki drengurinn sem
hún hafði alið við brjóst sér og
kennt að ganga fyrstu sporin.
Með tímanum vandist hún
breytingunni, en eins og fríi
Joye syrgir hún drenginn sem
hún missti.
Þessi undarlega rás atburð-
anna skapaði mjög erfitt mann-
legt vandamál. Frá sjónarmiði
laganna var þetta ekki vanda-
mál. Það höfðu orðið býtti á
börnunum, og mistökin voru
leiðrétt. Lagalega séð varð ekki
komizt hjá því að skipta á börn-
unum aftur, því að seinna þeg-
ar erfðamálin kæmu til sögunn-
ar, gætu orðið úr þessu um-
fangsmikil og erfið málaferli,
ef ekki hefðu verið höfð býtti
á drengjunum aftur. Philippe
Joye eldri hefur vellaunað starf
sem framkvæmdastjóri filmu-
verksmiðju, og frú Vatter er
auðug.
Þannig stendur málið. Dreng-
irnir eru nú tíu ára og virðast
vera ánægðir og una sér vel á
hinum nýju heimilurn sínum.
En mæðurnar eru ekki ham-
ingjusamar. — Eins og einn
Fribourgbúi sagði við mig:
„Það var ekki annað en óheppni
•— undarlegir duttlungar örlag-
anna — að foreldrarnir skvldu
senda börnin sín í sama skóla.“