Úrval - 01.12.1952, Page 31
HETJULEG BARÁTTA
29
síðan í Regina. En allir kvá.ðu
þeir upp sama dóminn — ólækn-
andi heilasjúkdómur, sem mundi
lama hann smám saman og síð-
an leiða til dauða.
Foreldrarnir vildu ekki sætta
sig við þennan dóm. „Þegar við
litum í bláu, vonglöðu barnsaug-
un, máttum við ekki hugsa til
þess að gefast upp.“ f apríl 1951
seldu þau þrjár af átta kúm
sínum til að borga með flugfar
til Rochester, en þar er Mayo-
sjúkrahúsið, frægasta sjúkra-
hús Bandaríkjanna. Niðurstað-
an af rannsókninni þar varð sú
sama.
Arthur sneri aftur heim með
son sinn og var nú næstum yfir-
bugaður. En undir nærgætinni
og ástríkri hjúkrun Ellu hjarn-
aði drengurinn við á ný. Þau
hjónin minntust nú prests, sem
læknað hafði með fyrirbænum
tvo af vinnufélögum Arthurs
fyrir nokkrum árum. Hét hann
séra William Branham, og tókst
þeim hjónum að grafa upp heim-
ilisfang hans, sem var Costa
Mesa í Kaliforníu, skammt frá
Los Angeles.
Von þeirra vaknaði að nýju.
Þau seldu fleiri kýr og áttu nú
250 dollara. Og enn á ný lagði
Arthur af stað með son sinn,
sem nú vóg aðeins 20 pund. En
þegar hann kom á flugstöðina í
Yorkton kom í Ijós, að aleiga
hans hrökk aðeins fyrir hálfu
flugfarinu. Allir sem hann tal-
aði við, hvöttu hann til að snúa
heim, en hann vildi ekki gefast
upp. Hann keypti sér far með
áætlunarbíl, og nú hófst 4500
km ótrúlega erfið bílferð. Art-
hur valdi sér aftasta sætið í
bílnum, þar sem hann hafði mest
olnbogarúm til að hjúkra
drengnum.
Ungbarnafæðuna sem hann
hafði í nesti, þraut brátt. Á án-
ingarstöðum skauzt hann í
næstu matvörubúðir og náði þar
í það, sem hann gat fengið. Tutt-
ugu mínútna viðdvöi var of
skammur tími til þess að hann
gæti gefið barninu, hreinsað
bleiur og borðað sjálfur, enda
varð hann oft að vera án matar.
„Donald gat ekki grátið til
að láta mig vita þegar hann
fann til eða vantaði eitthvað,“
segir Morton, „ég varð því stöð-
ugt að hafa gát á honum og
geta mér til um þarfir hans.
Varð ég brátt furðu leikinn í
því.“
Þrátt fyrir erfiðleikana á
Arthur margar fagrar endur-
minningar úr þessu langa ferða-
lagi. „Við vorum svo nærri hvor
öðrum allan tímann. Þó að Don-
ald gæti ekki brosað, þegar ég
sagði honum eitthvað skemmti-
legt, ljómuðu augu hans, og ég
vissi að jafnvel þótt kraftaverk-
ið gerðist ekki, vorum við báð-
ir hamingjusamari heldur en ef
við hefðum verið kyrrir á spítal-
anum og beðið dauðans."
Morton kom til Los Angeles
í júní 1951, hálfu öðru ári eftir
að dauðadómurinn hafði verið
kveðinn upp yfir Donald. Hin