Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 42
40
TÍRVAL,
keisaraveldisins og jafnframt
notaði keisaraveldið í þjónustu
eigin verzlunarhagsmuna. Það
er athyglisvert tímanna tákn,
að sá andstæðingur sem Lieb-
knecht mætir, andstæðingur-
inn sem lagði hann að velli,
var Alfred Hugenberg, sami
maðurinn sem tuttugu árum
seinna átti hvað drýgstan þátt
í að fá völdin í Þýzkalandi í
hendur Adolf Hitler. Og það
verður að teljast kaldhæðni ör-
laganna, að þau sönnunargögn
sem Liebknecht lagði fram í
ríkisþinginu 18. apríl 1913 hafði
hann fengið hjá August Thys-
sen, eina vopnaframleiðandan-
um sem enn gat keppt við Krupp,
og sem á þennan hátt vonaðist
til að geta náð sér niðri á hin-
um volduga keppinaut sínum.
Þannig varð friðarsinninn Lieb-
knecht óafvitandi peð á skák-
borði þeirra vopnaframleiðenda
sem hann hafði ætlað sér að
knésetja. Og Thyssen félagið,
það var sama félagið sem —
undir öðru nafni en í eigu sömu
f jölskyldu — lagði nazismanum
til fé í valdabaráttu hans. Þá
voru Hohenzollarnir búnir að
missa völdin, en vopnaframleið-
endurnir héldu hinni pólitísku
stefnu sinni óbreyttri og báru
hana fram til sigurs.
CO CV3
Freisting;.
Illa farinn pakki kom í pósthúsið, og þegar póstpokinn var
tæmaur fór pakkinn úr umbúðunum og innihaldið valt á gólfið.
Kom þá í ljós, að I honum höfðu verið mörg eintök af biblíunni,
bundin í skinn og gyllt í sniðum.
„En það kæruleysi að senda svona falleg eintök af biblíunni
í svona lélegum umbúðum," sagði einn póstmaðurinn. „Hver sem
eitthvað væri trúaður gæti freistast til að stela þeim.“
— Verden Idag.
★
Flækingseðlið.
Aldraður maður hafði búið í sama leiguherberginu í 30 ár.
Dag nokkurn kom hann til húseigandans. „Mér þykir fyrir þvi,“
sagði hann. „En ég verð að segja upp herberginu. Ég ætla að-
flytja í húsið hérna hinumegin við götuna."
„Þér eruð búinn að búa hér í 30 ár og ætlið svo að flytja
yfir götuna. Hvað kemur til?“
„Ég veit það eiginlega ekki sjálfur," sagði maðurinn. „Það
er víst flækingseðlið í mér.“
— Montreal Star.
★
Hún: „Konan hefur leyfi til að gera allt sem maourinn gerir."
Hann: „Já — en það hefur maðurinn ekki.“
Hjemmet.