Úrval - 01.12.1952, Side 46
44
ÚRVAL
hveitið brennur þeyta lokinu af
dósinni.
„Itafmagnslím“.
Strjúktu flötum blýant eftir
pappírsblaði nokkrum sinnum.
Taktu svo blaðið upp og legðu
það slétt á vegg. Það límist við
vegginn. Hvers vegna? Vegna
þess að þú framleiddir rafmagn
með því að strjúka blýantinum
eftir blaðinu. Samskonar raf-
magn má nota á enn skemmti-
legri hátt: Nuddaðu útblásna
gúmmíblöðru með ullarklút eða
við ullarföt og láttu síðan blöðr-
una snerta vegg. Ef þú sleppir
henni tollir hún við vegginn.
Hverskonar rafmagn er
þetta? Það getur ekki verið
samskonar rafmagn og það sem
knýr vélar og kveikir ljós. Nei,
það er ekki eins mikið á ferð og
flugi. Það er kallað „stöðuraf-
magn“, og myndast þegar tveim
hlutum er nuddað saman. Sum
efni eiga betur saman í því efni
en önnur: t. d. gúmmí og ulþ
silki og gler, silki og pappír. í
öllum hlutum er bæði viðlægt
(pósitívt) og frádrægt (nega-
tívt) rafmagn. Oftast eru þess-
ar hleðslur jafnar og er þá hlut-
urinn eins og hann sé órafmagn-
aður. En þegar gúmmíblöðrunni
er nuddað við ullina, flyzt nokk-
uð af þessari hleðslu á milli;
blaðran fær meira af frádrægu
rafmagni og ullin meira af við-
lægu rafmagni.
Blaðran er þannig hlaðin frá-
drægu stöðurafmagni. Aftur á
móti er veggurinn með jafna
hleðslu af hvoru. Þegar blaðran
snertir vegginn, nægir aðdrátt-
arafl hinnar frádrægu hleðslu til
þess að halda blöðrunni fastri.
Sama máli gegnir um pappírs-
örkina og vegginn.
Lögmál Bernouillis.
Hérna er smábrella, sem
byggist á einföldu náttúrulög-
máli, en skýrir jafnframt hvern-
ig vængirnir fara að því að
halda flugvélinni uppi.
Fáðu þér spjald úr þunnum
karton, um 10 X 20 sm að stærð.
Brjóttu um 2 sm upp á báða
enda og láttu spjaldið standa
á þessum uppbrotum á borð-
inu. Reyndu að blása spjaldið af
borðinu með því að blása undir
það. Þú munt komast að raun
um, að því fastar sem þú blæst,
því fastar þrýstist spjaldið nið-
ur að borðinu. Hvernig stendur
á því að spjaldið fýkur ekki þó
að þú blásir undir það?
Lögmál Bernouillis skýrir
það. Það segir, að því meiri
hraði sem er á lofttegund eða
vökva í tilteknu rúmi, því minni
verði þrýstingurinn. Með því að
blása undir spjaldið seturðu
loftið undir því á hreyfingu og
við það minnkar þrýstingur
þess. Þrýstingur loftsins ofan á
spjaldið helzt óbreyttur og
þvingar hann þá spjaldið niður
að borðinu.
Flugvélavængur er þannig
gerður, að neðra borð hans er