Úrval - 01.12.1952, Page 55
NÝJUNGAR 1 VÍSINDUM
53
að þrír vísindamenn við Comell
háskólann úðuðu einhverju á á-
vaxtatré til að eyða sjúkdómi.
Þeir tóku eftir, að áhrif úðun-
arinnar voru ekki aðeins þau
að sjúkdómurinn batnaði, held-
ur urðu trén þroskalegri og
grænni en áður. Þetta vakti for-
vitni vísindamannanna og þeir
ákváðu að kanna þetta fyrir-
brigði nánar. Þeir úðuðu áburði
á börk og blöð trjánna. Árang-
urinn varð furðulegur.
Mér og starfsbræðrum mínum
við Michigan State College
fannst þetta athyglisvert; við
vildum komast að raun mn í
hverju þetta lægi. Svo vel vildi
til, að geislavirk gervifrumefni
voru einmitt að koma á markað-
inn um þessar mundir. Þau voru
einmitt tilvalin til að rannsaka
með þetta fyrirbrigði. Með því
að setja ögn af þessum geisla-
virku efnum í áburðinn — að-
eins örfáa miljónustu parta —
vonuðumst við til að geta bók-
staflega séð hvað gerðist. Það
reyndist líka svo. Athyglisverð-
ust varð tilraun okkar með
tómatjurt. Nokkrum sekúndum
eftir að við höfðum sett geisla-
virkan fosfór á enda laufblaðs
sýndi geislamælirinn að geisla-
virkt efni var komið í hinn enda
blaðsins, og áður en sex tímar
voru liðnir var það komið alveg
niður í yngstu rótarsprotana.
Getur þessi uppgötvun orðið
bændum og garðyrkjumönnum
til hagsbóta? Ég hygg að svo
muni vera. Ef jurt eða tré skort-
ir eitthvert nauðsynlegt næring-
arefni er fljótlegast að ráða bót
á því með því að úða efninu á
blöðin. Til dæmis má lækna
magníumskort með því að úða
með upplausn af Epsomsalti. Ef
við viljum fá jurtina til að
blómstra snemma að vorinu og
bera ávöxt, þurfum við að gefa
henni köfnunarefni. En meðan
moldin er köld og blaut, eins og
oft er á vorin, kemst köfmmar-
efnið ekki inn í ræturnar. Með
því að úða köfnunarefninu á
blöðin má flýta mikið fyrir nýt-
ingu þess.
Þessi áburðarúðun er ekki dýr;
oft er hún ódýrari en venjuleg
áburðaraðferð. Tökum til dæmis
fosfór: við uppgötvuðum að eitt
pund, sem úðað var á blöðin,
gerði sama gagn og tíu pund
sem borin voru í moldina. En
það er ekki ætlun mín að gefa
mönnum þá hugmynd, að í
framtíðinni munum við einungis
næra nytjagróðurinn gegnum
blöðin. Til þess kemur sjálfsagt
aldrei. En þessi nýja aðferð get-
ur orðið mjög heppileg í sér-
stökum tilfellum."
— The Listener.
Fingur gerðir úr lófa.
Ef þú skyldir verða fyrir því
óláni að missa alla fingur á báð-
um höndum, þá er von til þess
að læknar geti nú gert þér nýja
fingur úr lófunum.
Amerískur læknir, dr. Willi-
am H. Frackelton við Marquette
háskólann í Milwaukee, skýrði