Úrval - 01.12.1952, Síða 65
HUGKLOFNUN.
og varð að næra hann gegnum
slöngu. En öðru hverju kom
það fyrir á matmálstímum að
hann vaknaði af dofa sínum,
hljóp inn í borðstofuna, greip
matarílát sitt í hvora hönd,
hljóp út í horn og tróð upp í
sig matnum með báðum hönd-
um. Ósamkvæmni í hegðun er
eitt af einkennum hugklofnun-
ar. Ofsjónir og ofheyrnir eru
næstum algild regla hjá hug-
klofum. Einnig ofsóknarímynd-
anir.
Sú tegund hugklofnunar nefn-
ist ofsóknarbrjálæði. Slíkir hug-
klofar geta skyndilega brugðizt
við ofsóknarímyndunum sínum
með því móti að drepa fólk. Ný-
lega vakti ungur hermaður, sem
þjáðist af hugklofnun, skelfingu
allrar þjóðarinnar með því að
myrða 13 manns, þar á meðal
nokkur börn.
Hverjar eru svo batahorfur
hugklofa? Menn hafa alla tíð
litið of svörtum augum á þær.
6S
Fyrir nokkrum áratugum samdi
ég skýrslu um óvalinn hóp hug-
klofa. Af þeim fengu 22% bata
með venjulegum læknisaðgerð-
um. Engum þeirra versnaði aft-
ur. Nú hafa bætzt við ýmsar
nýjar lækningaaðferðir, svo sem
insúlínlost, raflost o. fl. og hafa
því batahorfumar aukizt veru-
lega.
Og þó er alltaf stór hópur
hugklofa sem ekki tekst að
varpa af sér skuggunum og
komast aftur til veriúeikans.
Ekki er allt það sem stuðlar
að sigri sjúklingsins yfir sjúk-
dóminum áþreifanlegt. Almennt
séð hygg ég að batinn sé kom-
inn undir þeim þroskamöguleik-
um tilfinningalífsins sem búa
í sjúklingnum. Svo virðist sem
sumir einstaklingar séu of van-
þroska frá bernsku, of við-
kvæmir, eða jafnvel of ófull-
komnir að líkamsbyggingu til
þess að bera þær byrðar sem
lífið leggur þeim á herðar.
Galdrar.
Ungur maður ók dömunni sinni heim af dansleik í bílnum
sínum. Mitt á auðum dimmum vegi stanzaði bíllinn allt í einu.
Ungi maðurinn fór út úr bilnum til að athuga hvað væri að.
Hann rannsakaði hreyfilinn og kom aftur inn í bílinn með al-
varleg tíðindi: Það hefur einhver prakkari sett vatn í benzín-
geyminn og engin von er til að bíllinn komist aftur í gang.
„Setztu uppí,“ sagði stúlkan ókvíðin. „Ug hef lent í svona
áður. Við skulum sita hérna og spjalla saman í ró og næði
þangað til vatnið er orðið að benzíni aftur.“
Magazine Digest.