Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 70
Jurtin sem vex 3 til 6 metra
á örfáum sekúndum!
skoljúkka.
Grein úr „The Scientific Monthly“,
eftir Gustav Albrecht.
l^ITT af furðulegustu fyrir-
brigðum grasafræðinnar, og
sem enn er óskýrt, er vöxtur
jurtarinnar skotjúkka (Schuss-
yucca), sem er sjaldgæft af-
brigði af hinni sígrænu júklca-
jurt (Yucca Whipplei) og vex
á strjálingi á Chilas Flat í San
Gabriel fjöllunum norður af
Pasadena í Texas í Bandaríkj-
unum, en þetta landsvæði er
nafnkunnugt fyrir sérkennilegt
jurta- og dýralíf.
Hin venjulega Yucca Whipp-
lei jurt hefur stíf, spjótlaga
blöð, sem vaxa í hvirfingu
og mynda einskonar hálfkúlu
á jörðinni (stundum kölluð
spænski byssustingurinn).
Þannig er hún árum saman, en
einn góðan vordag skýtur liún
þriggja til sex metra stöngli á
tveim tíl þrem vikum, blómstr-
ar og deyr síðan. Skotjúkkan
hagar sér eins, en blómstöng-
ull hennar vex á nokkrum mín-
útum eða sekúndum! (Sjá með-
fylgjandi myndir).
Þessarar undarlegu jurtar
var í fyrsta skipti stuttlega get-
ið í Annálum Liebigs (1853),
en fyrstu nákvæmu athuganirn-
ar á henni gerði hinn nafnkunni
þýzki grasafræðingur Ferdi-
nand Griinspann prófessor, sem
kom á þessar slóðir vorið 1890.
Af 20 binda verki sínu um
júkkajurtina, Handbuch der
Yucca, sem kom út 1893, helg-
aði hann 13. og 14. bindið ein-
göngu skotjúkkajurtinni. Þó að
Griinspann nyti mikils álits,
tóku samtírnagrasafræðingar
iýsingu hans á skotjúkkajurt-
inni ekki trúanlega. Þó að hið
mikla verk hans, Handbuch der
Yucca, væri óefað gagnmerkt
vísindarit, virtist svo sem hann
hefði tekið trúanlegar ýkjusög-
ur indíána, og var það þó eink-
um ein slík saga sem spillti
fyrir honum. Grúnspann seg-
ir frá spænskum nautaþjóf,
Vasquez að nafni, sem stökk
yfir skotjúkka er varð á vegi
hans, en um leið skaut hún
stöngli sínum og rak hann í
gegn. Saga þessi er óneitanlega
skemmtileg, en ekki sennileg.
Skotjúkka skýtur að vísu
stöngli með ótrúlegum hraða —-
3 til 6 metra á örfáum sekúnd-
um — en stöngullinn er mjúk-
ur, einna líkastur risastórum
aspargesstilk, og því ekki lík-
legt að hann gæti gert fullvöxn-