Úrval - 01.12.1952, Síða 74

Úrval - 01.12.1952, Síða 74
72 TJRVAL inum veldur: hvort barnið er svangt, blautt, hefur innantök- ur eða hefur dreymt illa og þarfnast huggunar. Þetta er ekki dekur, en hitt er dekur að kjassa það og fjargviðrast yfir því þegar það þarfnast einskis. 2. Sallý litla, sem er fjögra ára, biöur mömmu sína að láta loga hjá sér Ijós eftir að hún er háttuð. Er ekki óskynsam- legt að láta það eftir henni? Er ekki betra að hún venjist myrkrinu snemma? Nei. Að neyða börn til að vera í myrkri gerir þau aðeins myrkfælnari. Látið barnið ákveða hvenær það treystir sér til að vera í myrkri. En hvetjið það jafnan til að tala um það sem það óttast eða hefur áhyggjur af, svo að það ásæki það ekki í myrkrinu. 3. Flestir sálfræðingar telja að líkamlegar refsingar séu óheppileg uppeldisaðferð. Já. Tíðar líkamlegar refsing- ar gera barnið bæði hræðslu- og uppreisnargjarnt og nærir ofbeldishneigð þess. Öll börn þurfa að vísu að búa við nokk- urn aga til þess að læra að þekkja takmarkanir athafna sinna. En miða ber að því að venja barnið á sjálfsaga með því að sýna lipurð. Takið ekki of hart á yfirsjónum, bezt er að geta fyrirgefið þær, með því móti venst bamið á að vilja gera það, sem það á að gera. lf. „Hvaðan koma börnin?“ spyr Tommi, sem er fjögra ára. Heppilegasta svarið er: a) þú skilur það ékki enn, ég sícal segja þér það þegar þú ert orð- inn -stœrri; b) börnin koma úr litlu frœi sem pabbi setur í mömmu; c) barnið vex innan í mömmu. Síðasta svarið er bezt. Það er skýrt, nákvæmt og hæfir aldri Tomma. Á þeim aldri spyrja börnin sjaldan um hlut- deild föðurins í tilkomu barns- ins; en þegar að því kemur er bezt að skýra hana með ein- földum orðum. Undanbrögð verða til þess eins að vekja for- vitni barnsins og ef til vill áhyggjur. Hinsvegar skal var- ast að ganga lengra í skýring- urn en spurningin gefur tilefni til. 5. Nonni, sem er fimm ára, er tekinn upp á að nota blóts- yrði. Hvað á að gera? a) ávíta hann fyrir að nota Ijót orð; b) láta sem ekkert sé, og ef hann heldur áfram uppteknum hœtti, þá að útskýra fyrir honum, að sum orð séu hálfljót og leiðin- legt að heyra þau, alveg eins og sumt sem gert er, sé hálf- Ijótt og leiðinlegt að sjá það. Seinna svarið er betra. Fimm ára drengur er enn að prófa sig áfram með ný orð, og ef þau vekja enga sérstaka athygli hættir hann fljótlega að nota þau. En ef foreldrarnir sýna skelfingu, refsa honum eða ávíta hann, þá fá þessi orð óeðlilega. mikið gildi í augum hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.