Úrval - 01.12.1952, Síða 79
VESTURlSLENZK NÝLENDA
77
bergi“, hreytti Mike gamli
Whelan út úr sér. Mótmæla-
f undur var haldinn og komu 150
manns á fundinn.
Endirinn varð þessi: Landa-
mærin eru enn lokuð á nóttunni
— en það hangir blýantur og
blað á veggnum í toligæzlustöð-
inni. Þeir sem eru seint á ferli
yfir landamærin skrifa nafn sitt
á þetta blað. Þannig hafa báðir
fengið sínu framgengt og allir
eru ánægðir.
Baðströndin á Point Ro-
berts dregur til sín sæg af kan-
adamönnum. Þrjátíu sinnum
fleiri kanadískir bílar fara yfir
landamærin en bandarískir.
Kanadískra áhrifa gætir alls-
staðar. Símasambandið er gegn-
um kanadíska símstöð, lækna
sækja Point Robertsbúar til
Ladner í Kanada, og flestar
konur ala börn sín á sjúkra-
húsum í Vancouver. Þannig
hafa mörg börn í Point Roberts
tvöfaldan ríkisborgararétt
þangað til þau ná lögaldri, en
þá verða þau að velja annan
hvorn.
Skýrasta dæmið um óbifandi
andstöðu Point Robertsbúa
gegn utanaðkomandi áhrifum er
ef til vill baráttan gegn tilraun-
um bandaríska flotans til að
koma á fiskveiðitakmörkunum
vegna stríðsins árið 1942.
Þessi tilskipun vakti megna
reiði. Nefnd var í skyndi send
til Seattle á fund Oliver Tryggvi
sjóliðsforingja — sem hafði
ekki aðeins með að gjöra fiski-
bátaleyfin á þessum slóðum,
heldur var jafnframt íslending-
ur og gamall Point Robertsbúi.
Tryggvi hlýddi á mál nefnd-
armanna. Því næst fór hann á
fund yfirmanns síns. „Drottinn
minn“, sagði hann. „Þetta eru
gamalreyndir íslenzkir fiski-
menn. Hvernig eigum við að
fara að því að skýra fyrir þeim
svona reglugerð, sömu mönnun-
um sem árum saman hefur
haldizt uppi að neita því að
nokkur landamæri séu milli
Kanada og Bandaríkjanna“.
Reglugerðin var numin úr
gildi og ástandið varð aftur
eðlilegt í Point Roberts — þ. e.
a. s. eins eðlilegt og það getur
verið þar sem býr einþykkt og
sjálfstætt fólk í hálfgerðri út-
legð frá landi sínu.
Sá bjartsýni: „Vertu nú ekki með þennan eymdarsvip! Ástand-
ið er ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera."
Sá bölsýni: „Nei, en það lítur út fyrir að vera það.“
— Adam.
Maður (við strák sem er að borða epli): „Gáðu að ormunum,
góði minn.“
Stráksi: „Þegar ég borða epli, þá verða ormarnir að gá að sér.“
— Svenska Dagbladet.