Úrval - 01.12.1952, Síða 106

Úrval - 01.12.1952, Síða 106
104 ÚRVAL „Þér hafið heppnina með yð- ur,“ sagði hún. Hún talaði ensku, en með út- lendum hreim. „Ég gat varla trúað því. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila.“ „Það er skýringin. Viljið þér lána mér þúsund franka? Ég er búin að tapa öllu, sem ég var með á mér. Þér skuluð fá þá aftur eftir hálftíma." „Allt í lagi.“ Hún tók rauðan spilapening úr hrúgunni, þakkaði honum og var horfin. Það rumdi í mann- inum, sem hafði yrt á hann fyrst. „Þér sjáið þessa ekki aftur.“ Nikki varð sneypulegur. Fað- ir hans hafði alveg sérstaklega tekið honum vara fyrir því að lána peninga. Hvílík heimska! Og það manneskju, sem hann hafði aldrei séð áður. En sann- leikurinn var sá, að hann var svo gagntekinn af mannelsku á þiessu augnabliki, að honum hefði aldrei komið til hugar að neita. Og þessi stóri, rauði spila- peningur! Það var nærri ógern- ingur að ímynda sér, að hann væri nokkurs virði. O jæja, þetta gerði ekkert til, hann átti enn eftir sex þúsund franka, hann ætlaði bara að reyna einu sinni eða tvisvar enn, og ef hann ynni ekki, ætlaði hann að fara heim. Hann lagði á sextán, sem var aldur eldri systur hans, en það kom ekki upp; síðan á tólf, sem var aldur yngri systur hans, en það kom ekki heldur upp; hann reyndi mörg númer af handa- hófi, en árangurslaust. Þetta var skrítið, það var eins og heppnin væri búin að yfirgefa hann. Hann ætlaði reyna einu sinni enn og hætta svo. Hann vann. Hann reiknaði saman tapið og átti dá- lítinn afgang. Hann spilaði í klukkutíma og tapaði og græddi á víxl, en þá höfðu honum á- skotnazt svo margir spilapen- ingar, að hann kom þeim varla í vasann. Hann ákvað að hætta. Hann fór til gjaldkerans, sem skipti spilapeningunum í venju- lega mynt, og tók andköf þegar tuttugu þúsundfrankaseðlar voru lagðir á borðið fyrir fram- an hann. Hann hafði aldrei séð svona mikla peninga á ævi sinni. Hann stakk þeim í vasann og var í þann veginn að fara, þeg- ar konan, sem hann hafði lán- að þúsund frankana, birtist allt í einu. „Ég hef verið að leita að yð- ur um allt,“ sagði hún. „Ég var hrædd um að þér væruð farinn. Mér leið ákaflega illa, ég vissi ekki hvað þér mynduð halda um mig. ílérna eru þúsund frank- arnir yðar, og ég þakka yður kærlega fyrir lánið.“ Nikki blóðroðnaði og starði undrandi á hana. En hvað það hafði verið rangt af honum að dæma hana svona hart! Faðir hans hafði sagt: spilaðu ekki; nú jæja, hann hafði gert það og unnið tuttugu þúsund franka, og f aðir hans hafði sagt: lánaðu engum peninga; hann haf ði gert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.