Úrval - 01.12.1953, Blaðsíða 3
REYKJAVlK
a
Nr. 8
12. ÁRGANGUR
8. HEFTI 1953
Stutí ágrip af sögu appelsínanna,
sem vi3 borðuðum um jóiin.
a
iim
Grein úr „Vi“,
eftir Aime Marie Bádström.
AÐ er alls ekki eins og mað-
ur hefur ímyndað sér hér
heima: Að appelsínurnar séu
manna frá himnum. Að þær vaxi
úr jörðu meðan Spánverjinn spil-
ar á mandólín, skellir kastanj-
ettum og rekur í gegn nokkur
naut. Það er jafnrangt að halda,
að appelsínurnar séu gull slæp-
ingjans og að sólin gefi ávöxt-
unum hinn gulrauða lit sinn. Lit-
urinn kemur sem sé fyrstu köldu
nóttina eftir að þær eru full-
þroska. Sagan um appelsínuna
hyrjar þegar bergið í f jallshlíö-
inni er mulið í jarðveg, þegar
rauðir hjallamir eru búnir til
og ræstir fram. Og það er löng
saga.
Lestin milli Valencia og Car-
cagente er engin ,,rapido“ (hrað-
lest). Megnið af farþegunum er
verkamenn, hermenn og börn
sem geta gengið, en eru með
snuð í munninum. Hún er hvorki
þægileg né hrein, þó að hún sé
annars flokks. En eftir að ekið
hefur verið gegnum hin enda-
lausu, sundurskotnu fátækra-
hverfi Valencia, blasir hin gull-
rauða fegurð Levantes við á báð-
ar hliðar. Hún er alveg eins og
mann dreymdi um þegar maður
fletti marglitum pappírnum utan
af jólaappelsínunum heima:
Skógar af dökkgrænum appel-
sínutrjám, sem svigna undan
safaríkum ávöxtunum.
Carcagente er heimkynni vell-
auðugra appelsínuræktenda og
bláfátækra verkamanna í þjón-
ustu þeirra. Það er einn hinna
auðugu sem bíður mín. Don En-
rique Garcia. Við fáa Spánverja