Úrval - 01.12.1953, Síða 13
ÁFENGI I LlKAMANUM
U
Um 0,2% áfengismagn í blóð-
inu, sem hlýzt af 300 ml. af
whisky, truflar ekki eingöngu
ailar hreyfistöðvar heilans, held-
ur líka miðheilann, sem stýrir
geðblæ mannsins að miklu leyti.
Á þessu stigi leggst maðurinn
niður, getur ekki gengið án
hjálpar né klætt sig úr eða í og
lítið þarf til þess að reita hann
til reiði eða koma fram á honum
tárum. Bæti hann nú við sig
300 ml. eykst áfengismagnið í
0,3%. Nú ræðst áfengið á skynj-
unarstöðvar heilans. Maðurinn
verður sljór og þótt hann sé enn
með nokkurri meðvitund, þá
skilur hann lítið af því sem
hann sér og heyrir. Aukist á-
fengismagnið í 0,4—0,5% lokast
fyrir alla skynjun og maðurinn
fellur í djúpan dásvefn. Að lok-
um, við 0,6—0,7% áfengismagn
lamast stöðvar hjarta og andar-
dráttar og maðurinn deyr.
Þrátt fyrir þetta er áfengis-
rnagnið enn alltof lítið til þess
að vaJda vef jaskemmdum. Þetta
er aðeins truflun á taugastarf-
semi, sem fram til þess síðasta
getur snúizt við. Þegar áfengið
hverfur úr líkamanum hverfa á-
hrifin líka, líkt og við svæfingu.
Vínandi er í raun og veru svæf-
ingarlyf eins og aether eða
chloroform. skurðaðgerðir er
hægt að framkvæma tilfinning-
arlaust á dauðadrukknum
manni.
Auk deyfandi áhrifa á heila-
taugakerfið liefur vínandi líka
önnur aukaáhrif á ýms líffæri.
Hann truflar fituefnaskipti lifr-
arinnar, því að eftir svæsna
drylíkju er lifrin oft þrútin og
gul af fitu. Sennilegt er að þessi
truflun geti liaft í för með sér
,,cirrhosis“-myndun í lifrinni,
en það er alvarlegur sjúkdómur,
sem sækir frekar á drykkju-
menn en aðra.
Geta menn vanizt á að þola
betur áfengi? Margir trúa því
fastlega, en sannanir fyrir því
eru langt frá, því að vera örugg-
ar. Satt er það, að mismunandi
menn og sömu menn á mismun-
andi tímum svara misjafnt sama
magni af áfengi. En það hefur
áður verið tekið fram, að fæðu-
magnið í maganum og áfengis-
tegundin, sem drukkin er, valda
miklu um áhrifin, t. d. sýgst vín-
andinn úr kampavíni eða
whisky miklu hraðar upp en frá
öli. Ennfremur hefur skapgerð
mannsins þarna hönd í bagga.
Nokkur staup geta gert dauf-
gerðan mann eðlilegan, eðlileg-
an mann að fjörkálfi og f jörug-
an mann þrautleiðinlegan.
Lokastigið er undir byrjuninni
komið. Það er eins og O. Henry
sagði einu sinni: Sumir menn
eru ,,liálffullir“ þegar þeir eru
„ófullir“.
Þjóðtrúin um áfengisdrykkju
heldur því líka fram, að áfengis-
þolið breytist með því að blanda
saman tegundum. Þarna sést
mönnum yfir það, að með því
að drekka mismunandi tegundir,
hverja eftir aðra, slæðist meira
ofan í þá. Þar að auki er það,