Úrval - 01.12.1953, Side 44
42
TJHVAL
heim; ég hljóp næstum, til þess
að geta sagt frá góðmennsku
minni; frá minni hetjulegu fórn-
arlund. En guð hjálpaði mér aft-
ur. Enginn var heima, og áður
en nokkur kom heim, var mér
orðið ljóst, að ég mætti ekki
nefna þetta við neinn. Það gæti
ekki haldið áfram að vera fag-
urt, nema því aðeins að enginn
vissi um það.
Ár liðu, og svo kom ég til
Parísar. Brúðunni var ég löngu
búinn að gleyma. Svo margt
hafði borið við á þessum tíma,
styrjöld, ástir, hversdagslíf. Ég
var ekki sami tvítugi unglingur-
inn og áður. Tíu ár var liðin, og
ég var orðinn sljórri, skeyting-
arlausari, ónæmari.
Ég var í leikhúsinu með skáld-
inu Fernand Gregh. Allt í einu
snýr hann sér að mér og segir
eins og af tilviljun: „Francis
Jammes ætlar að borða miðdeg-
isverð með okkur á morgun.
Langar þig að vera með?“ Hvort
mig langaði? Guð minn! . . .
Hve oft hafði mér ekki dottið
í hug að fara til Orthez, til þess
að sjá býflugumar hans, hund-
ana og asnana, en ég áræddi
ekki, mér þótti of vænt um hann.
Og á morgun snæði ég miðdegis-
verð með honum. Hann kemur
til Parísar einu sinni á ári, þeg-
ar hann getur ekki frestað því
lengur.
Við snæddum á litlu veitinga-
húsi. Francis Jammes var kom-
inn á undan okkur. Hann var
nákvæmlega eins og ég hafði
gert mér hann í hugarlund. Mað-
ur ofan úr sveit, þögull, bláeygð-
ur, skáld. Með mælskri kurteisi
Parísarbúans kynnti Fernand
Gregh okkur, var fljótur að
segja allt sem þurfti um mig,
gleymdi ekki að skýra frá því
að ég væri Ungverji. Francis
Jammes horfði á mig með ást-
úð og einlægni. „Einu sinni“ —
byrjaði hann hægt — „fyrir tíu
árum, þegar Berndadetta mín
litla var tveggja ára, var okkur
send brúða frá Búdapest. Síðan
þykir mér vænt um Ungverja-
land. Bernadetta er hætt að leika
sér að brúðum nú, nema þessari
einu.“ Það var komið fram á
varir mér, að það hefði verið ég,
sem sendi brúðuna. En í þetta
eina sinn raskaði ég ekki feg-
urðinni. Ég laut niður að súp-
unni og fór að ausa henni í mig,
eins og ég hefði ekki heyrt það,
sem hann sagði. Það var Ung-
verjaland en ekki ég, sem sendi
brúðuna. Skapanornin, dularfull,
fjarræn vera, er stundum gefur
skáldum gjafir. Brúðan varð að
tákni, eins og allt verður að
tákni í lífi skáldsins. Við hana
loddi engin kvoða veruleikans.
En einu sinni skal ég þó segja
frá þessu. Þegar ég verð kraf-
inn reikningsskapar á jarðnesk-
um verkum mínum, mun ég
segja yfirlætislaust og nærri af-
sakandi: „ . . . en það var ég,
sem sendi brúðuna til litlu dótt-
ur skáldsins, skáldsins, sem þótti
vænt um asna og smáfugla."
G. A. þýddi.