Úrval - 01.12.1953, Page 44

Úrval - 01.12.1953, Page 44
42 TJHVAL heim; ég hljóp næstum, til þess að geta sagt frá góðmennsku minni; frá minni hetjulegu fórn- arlund. En guð hjálpaði mér aft- ur. Enginn var heima, og áður en nokkur kom heim, var mér orðið ljóst, að ég mætti ekki nefna þetta við neinn. Það gæti ekki haldið áfram að vera fag- urt, nema því aðeins að enginn vissi um það. Ár liðu, og svo kom ég til Parísar. Brúðunni var ég löngu búinn að gleyma. Svo margt hafði borið við á þessum tíma, styrjöld, ástir, hversdagslíf. Ég var ekki sami tvítugi unglingur- inn og áður. Tíu ár var liðin, og ég var orðinn sljórri, skeyting- arlausari, ónæmari. Ég var í leikhúsinu með skáld- inu Fernand Gregh. Allt í einu snýr hann sér að mér og segir eins og af tilviljun: „Francis Jammes ætlar að borða miðdeg- isverð með okkur á morgun. Langar þig að vera með?“ Hvort mig langaði? Guð minn! . . . Hve oft hafði mér ekki dottið í hug að fara til Orthez, til þess að sjá býflugumar hans, hund- ana og asnana, en ég áræddi ekki, mér þótti of vænt um hann. Og á morgun snæði ég miðdegis- verð með honum. Hann kemur til Parísar einu sinni á ári, þeg- ar hann getur ekki frestað því lengur. Við snæddum á litlu veitinga- húsi. Francis Jammes var kom- inn á undan okkur. Hann var nákvæmlega eins og ég hafði gert mér hann í hugarlund. Mað- ur ofan úr sveit, þögull, bláeygð- ur, skáld. Með mælskri kurteisi Parísarbúans kynnti Fernand Gregh okkur, var fljótur að segja allt sem þurfti um mig, gleymdi ekki að skýra frá því að ég væri Ungverji. Francis Jammes horfði á mig með ást- úð og einlægni. „Einu sinni“ — byrjaði hann hægt — „fyrir tíu árum, þegar Berndadetta mín litla var tveggja ára, var okkur send brúða frá Búdapest. Síðan þykir mér vænt um Ungverja- land. Bernadetta er hætt að leika sér að brúðum nú, nema þessari einu.“ Það var komið fram á varir mér, að það hefði verið ég, sem sendi brúðuna. En í þetta eina sinn raskaði ég ekki feg- urðinni. Ég laut niður að súp- unni og fór að ausa henni í mig, eins og ég hefði ekki heyrt það, sem hann sagði. Það var Ung- verjaland en ekki ég, sem sendi brúðuna. Skapanornin, dularfull, fjarræn vera, er stundum gefur skáldum gjafir. Brúðan varð að tákni, eins og allt verður að tákni í lífi skáldsins. Við hana loddi engin kvoða veruleikans. En einu sinni skal ég þó segja frá þessu. Þegar ég verð kraf- inn reikningsskapar á jarðnesk- um verkum mínum, mun ég segja yfirlætislaust og nærri af- sakandi: „ . . . en það var ég, sem sendi brúðuna til litlu dótt- ur skáldsins, skáldsins, sem þótti vænt um asna og smáfugla." G. A. þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.