Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 45
1 heimsókn hjá Chenchúum í
frumskógrum índlands.
Steinðldin er ekki liðin.
Grein eftir dr. von Fiirer-Haimendorf,
prófessor við Lundúnaháskóla.
EGAR vér tölum um stein-
öld hugsum vér ósjálfrátt
aftur til löngu liðinna tíma. En
steinöldin er ekki einungis dauð
fortíð, sem fornminjafræðingar
hafa dregið fram í dagsljósið
með rannsóknum sínum og
fundum á undanförnum öldum.
Jafnvel á tækniöld vorri lifa
enn á afskekktum stöðum á
hnettinum lítil þjóðfélög, sem í
efnalegri menningu standa á
nákvæmlega sama stigi og hin-
ir forsögulegu þjóðflokkar í
Evrópu.
Einn þeirra þjóðflokka, sem
enn lifa ósnortnir af árþúsunda
efnalegri framþróun og hafa
ekki enn komizt í kynni við
menningu vélaaldarinnar, er
Chenchúþjóðflokkurinn, lítill
frumskógaþjóðflokkur í Suður-
Indlandi, sem lifir í Nallaimala-
fjöllunum á landamærum Hyd-
erabadríkis og Madrashéraðs.
Frá hinni fögru höfuðborg
Hyderabads, sem er ein ný-
tízkulegasta borg Indlands, yf-
ir frjósama lágsléttu, þar sem
indverskir bændur rækta jörð-
ina, að rótum þessa skógivaxna
fjalllendis, sem frá ómuna tíð
hefur verið heimkynni þessa
steinaldarfólks, er aðeins dag-
leið í bifreið. Þarna enda hinir
lögðu vegir en við taka grýtt-
ir stígir, sem ýmist liggja
gegnum skóga eða grasigróin
rjóður. Merki um mannabústaði
sjást lítið, ef heppnin er með
má á stöku stað greina smá-
þyrpingar strákofa með bý-
kúpulagi og svo lágum inn-
gangi, að skríða verður á fjór-
um fótum til þess að kom-.st
inn.
í þessum smáþorpum í frum-
skógunum lifa Chenchúamir.
Þeir eru lágir vexti, grannir og
smábeinóttir, dökkbrúnir á hör-
und, með liðað eða hrokkið
svart hár og mjög frumstæða,
næstum barnalega andlits-
drætti. Þeir eru af kynþætti,
sem á fátt sameiginlegt hinni
fjölmennu, indversku þjóð.
Enginn vafi er á, að hér er um
að ræða afkomendur mjög gam-
als kynþáttar, sem hlýtur að
eiga rætur sínar í eldri stein-
öld og ekki hefur orðið fyrir
neinum áhrifum af hinni yngri
o*