Úrval - 01.12.1953, Page 62
60
ÚRVAL
Það eitt nægir ekki, að afnema
mismunum kynþátta. Einkum
verða hvítir menn að koma á
gagngerum endurbótum í
kennslmálum. Landstjórinn i
Belgísku Kóngó sagði við mig:
„Það er hættulegt að mennta
Afríkumenn. En það er miklu
hættulegra að mennta þá ekki.“
Dagar Evrópumanna í Afríku
eru ekki enn taldir, þeir eiga
enn hlutverk að vinna þar. En
þeir verða senn taldir, ef þeir
auðsýna ekki réttlæti, því að
Afríkumenn hafa fordæmi Asíu-
þjóðanna fyrir augum sér og
þeir hafa tímann með sér.
Einskær öfund.
Það spurðist, að Jói hefði misst atvinnuna, og þegar hann
mætti einum kunningja sínum, spurði hann: ,,Af hverju sagði
verkstjórinn þér upp?“
„Þú veizt hvemig verkstjórar eru," sagði Jói. „Standa og
góna á aðra menn vinna."
,,Hvað kemur það uppsögn þinni við?" spurði kunninginn.
„Hann var Eifbrýðisamur út í mig," sagði Jói. „Það héldu
allir að ég væri verkstjórinn."
— Pine Echoes.
■fc
Afsökun.
Gesturinn kom seint til veizlunnar og var vísað til sætis ná-
lægt húsbóndanum, sem var að skera gæsina.
„Jæja, ég á þá að sitja hjá gæsinni," sagði hann.
En um leið og hann hafði sleppt orðinu, varð honum ljóst, að
kona sat til annarrar handar honum.
I fátinu sem greip hann, sneri hann sér að konunni og sagði
afsakandi: „Ég — ég á auðvitað við þá steiktu."
— La Domenica Del Corriera.
★
Sérstakur taxti?
Maður kom inn í símstöð og spurði hvað kostaði símtal við
heimabæ sinn, sem hann tilgreindi. Honum var sagt það.
Eftir nokkra umhugsun sagði hann: „En er ekki annar taxti
ef maður hlustar bara? Ég þarf nefniiega að fá samband við
konuna mina." — Illustrated Weekly.
★
Maður stóð efst í háum stiga og var að gera við klukkuna
í kirkjuturninum. Kona gekk fram hjá og kallaði: „Er eitthvað
að klukkunni, maður minn?"
„Nei," anzaði maðurinn, „ég er bara dálítið nærsýnn."
— The Postage Stamp.