Úrval - 01.12.1953, Page 78
76
IJRVAL
þegar mynd af henni birtist
framan á víðlesnu tímariti,
komu kvikmyndaframleiðend-
urnir auga á hana.
En lengi var hún lítt þekkt
kvikmyndaleikkona. Einn kvik-
myndaframleiðandi gaf henni
nafnið Marilyn Monroe, en það
virtist heldur ekki ætla að hafa
áhrif. Hún vakti fyrst á sér veru-
lega athygli, þegar hún ásamt
sjö ungum stúlkum átti að leika
f jögur rómantísk atriði eftir eig-
in höfði. 1 atriðinu „faðmlög við
elskhugann“ voru hinar stúlk-
urnar annað hvort með dreym-
andi sælusvip eða angurværan
þunglyndissvip. En Marilyn var
eins og kynsoltin tígrislæða.
Þetta hratt skriðunni af stað, og
síðan hefur hún ekki stanzað.
Hvað er þá athugavert við vin-
sældir Marilynar? I sjálfu sér
ekki neitt. Við erum öll að vissu
leyti gefin fyrir táknmyndir, og
það er náttúrlegt, að sjón hafi
áhrif á okkur, hvort heldur um
er að ræða fallega litasamsetn-
ingu í náttúrunni eða fallega
stúlku. Öheilbrigt er það þá
fyrst, þegar sýnin ein getur full-
nægt okkur. Marilyn Monroe er
ímynd þeirrar hættu, að við för-
um að meta meira æsandi myndir
en raunverulegt ástalíf karls og
konu. Samfélag vort játar enn
þá trú Viktoríutímabilsins, að
kynlíf innan hjónabandsins sé
leiðinlegt. Miðlungs-eiginmaður-
inn sekkur sér enn niður í dag-
drauma um kitlandi ævintýri
með öðrum konum en eiginkonu
sinni — kvikmyndadísum, dans-
meyjum o. s. frv.
Hér skal enn vitnað í Have-
lock Ellis: „í frumstæðu sam-
félagi er sú kona gædd kyn-
þokka, sem er bezt hæf til að
fæða börn og ala þau upp.“ Það
er meira en vafasamt, að nokk-
ur af aðdáendum Marilynar hafi
hugleitt það, hvort hún sé eftir-
sóknarverð sem móðir og uppal-
andi. Sem stendur verður ekkert
um það sagt, hvort Marilyn Mon-
roe er þess umkomin að leysa
sín eigin vandamál sem „kyn-
þokkasælasta kona Ameríku11.
Vandamál okkar hinna eru
miklu einfaldari. Við þurfum
ekki annað en að skilja og við-
urkenna, að hjónabandið þurfi
alls ekki að vera leiðinlegt, og
að náttúrlegt og heilbrigt kyn-
líf sé meira virði en hundruð
dagdrauma. Ef við höfum það
hugfast, að „hinn logandi far-
andkyndill" er aðeins fulltrúi
fyrir lítinn þátt í heilbrigðu kyn-
lífi, þá getum við glaðzt yfir
fegurð hennar og aðdráttarafli
og þurfum ekki að gera okkur
áhyggjur út af þessu tákn-
myndafyrirbrigði.