Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 78

Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 78
76 IJRVAL þegar mynd af henni birtist framan á víðlesnu tímariti, komu kvikmyndaframleiðend- urnir auga á hana. En lengi var hún lítt þekkt kvikmyndaleikkona. Einn kvik- myndaframleiðandi gaf henni nafnið Marilyn Monroe, en það virtist heldur ekki ætla að hafa áhrif. Hún vakti fyrst á sér veru- lega athygli, þegar hún ásamt sjö ungum stúlkum átti að leika f jögur rómantísk atriði eftir eig- in höfði. 1 atriðinu „faðmlög við elskhugann“ voru hinar stúlk- urnar annað hvort með dreym- andi sælusvip eða angurværan þunglyndissvip. En Marilyn var eins og kynsoltin tígrislæða. Þetta hratt skriðunni af stað, og síðan hefur hún ekki stanzað. Hvað er þá athugavert við vin- sældir Marilynar? I sjálfu sér ekki neitt. Við erum öll að vissu leyti gefin fyrir táknmyndir, og það er náttúrlegt, að sjón hafi áhrif á okkur, hvort heldur um er að ræða fallega litasamsetn- ingu í náttúrunni eða fallega stúlku. Öheilbrigt er það þá fyrst, þegar sýnin ein getur full- nægt okkur. Marilyn Monroe er ímynd þeirrar hættu, að við för- um að meta meira æsandi myndir en raunverulegt ástalíf karls og konu. Samfélag vort játar enn þá trú Viktoríutímabilsins, að kynlíf innan hjónabandsins sé leiðinlegt. Miðlungs-eiginmaður- inn sekkur sér enn niður í dag- drauma um kitlandi ævintýri með öðrum konum en eiginkonu sinni — kvikmyndadísum, dans- meyjum o. s. frv. Hér skal enn vitnað í Have- lock Ellis: „í frumstæðu sam- félagi er sú kona gædd kyn- þokka, sem er bezt hæf til að fæða börn og ala þau upp.“ Það er meira en vafasamt, að nokk- ur af aðdáendum Marilynar hafi hugleitt það, hvort hún sé eftir- sóknarverð sem móðir og uppal- andi. Sem stendur verður ekkert um það sagt, hvort Marilyn Mon- roe er þess umkomin að leysa sín eigin vandamál sem „kyn- þokkasælasta kona Ameríku11. Vandamál okkar hinna eru miklu einfaldari. Við þurfum ekki annað en að skilja og við- urkenna, að hjónabandið þurfi alls ekki að vera leiðinlegt, og að náttúrlegt og heilbrigt kyn- líf sé meira virði en hundruð dagdrauma. Ef við höfum það hugfast, að „hinn logandi far- andkyndill" er aðeins fulltrúi fyrir lítinn þátt í heilbrigðu kyn- lífi, þá getum við glaðzt yfir fegurð hennar og aðdráttarafli og þurfum ekki að gera okkur áhyggjur út af þessu tákn- myndafyrirbrigði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.