Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 101
SPIRIT OF ST. LOUIS
99
ur saman og gallalausar. Venju-
lega var hægt að stýra fallhlíf-
inni framhjá trjám og jafnvel
þótt maður lenti á grein, var lít-
il hætta á meiðslum, ef maður
gætti þess að hafa fæturna sam-
an. Hvað vængjadansinum við-
vék þá var næstum jafnauðvelt
að hanga í vængstögum og vír-
um flugvélarinnar og að klifra
á milli trjágreina í hvassviðri.
Margskonar brögð voru notuð
við þessar flugsýningar. Eitt
sýningaratriðið var á þá leið, að
flugmaðurinn sýndist hanga á
tönnunum í leðurreim, sem fest
var neðan á hjólin. En það sem
raunverulega hélt honum uppi
var stálvír, sem fest var við ól-
ar, er spenntar voru um brjóstið
innan klæða.
*
Fimmtán JdukJcustundir —
tími 9:52 s. d. 1400 mílur að
baki. 2200 mílur framundan.
Allt í lagi.
Eg færi inn í dagbókina og
beini vasaljósinu að vængstög-
unum aftur. Islagið er þynnra.
Það smábráðnar. Muggunni
smáléttir. Ég sé skýjamyndirn-
ar lengra í burtu og tek beina
stefnu í gegnum þær.
En það er eitthvað alvarlegt
að — báðir áttavitarnir mínir
haga sér undarlega. Ég hef
aldrei vitað, að tveir áttavitar
færu úr lagi samtímis. Getur
verið, að ég sé að fara inn í
„segulmagnsstorm“ ? Flestir
flugmenn segja að segulmagns-
stormar séu ímyndun, eins og
,,loftgöt“. Hef ég komizt í gegn-
um þetta völundarhús skýjanna
til þess eins að mæta þessari
nýju, óþekktu hættu?
Segulnálin snýst fram og aft-
ur. Það er ekki til neins að horfa
á hana. En vökvaáttavitinn stað-
næmist öðru hverju í sveiflum
sínum í nokkrar sekúndur í einu.
Ef ég get náð stefnunni á þess-
um fáu sekúndum, sem nálin
stanzar og haldið henni með
hjálp stjarnanna, þá ætti ég að
geta haldið nokkum veginn aust-
lægri stefnu; en ef vökvaátta-
vitinn versnar og há ský byrgja
fyrir stjörnur, þá hef ég ekki
hugmynd um hvort ég flýg í
norður, suður, austur eða vest-
ur. Kannski fer ég í hringi.
Ég var næstum búinn að
gleyma tunglinu. Nú kemur það
mér til hjálpar.
Eftir því sem birtan batnar
taka hinar svörtu furðumyndir
næturinnar á sig form. I tungls-
ljósinu virðast þær skyldari
tunglinu en reikistjörnunni, sem
þær svífa yfir. Þær líkjast því
landslagi, sem við sjáum þegar
við skoðum tunglið gegnum
stjörunkíki — eldfjöllum, há-
sléttum, gjám og sprungum;
þetta eru klettamyndanir, sem
hvergi finnast í jarðneskum
fjöllum — sambland af veru-
leika og draumi.
Ég þræði gjár og gjótur, aust-
ur á bóginn, í átt til Evrópu,
húki í þröngum stjórnklefa
þessa flugvélarkrílis, umkringd-