Úrval - 01.12.1953, Síða 111
SPIRIT OF ST. LOUIS
109
eins og henni sé flugið eins mik-
ils virði og mér, eins og við njót-
um sameiginlega þessarar
reynslu, skynjum bæði jafnskýrt
fegurð, líf og dauða, og eigum
allt undir hollustu hvors við
annað. Vi'ö höfum farið þessa
ferð yfir hafið, ekki ég eða hún.
Ég fiýg í 4000 feta hæð, þegar
ég sé bjarma á himninum fram-
undan. Smám saman birtist urm-
ull örsmárra ljósdepla — stirnd-
ur jarðarblettur undir stirndum
himni — ljós Parísar. Brátt tek
ég að greina breiðstræti, garða
og byggingar; skammt frá miðju
gnæfir ljóssúla til himins — það
er Eiffelturninn. Ég flýg í einn
hring yfir honum.
Le Bourget er ekki sýndur á
kortinu mínu. Enginn, sem ég
talaði við heima, vissi nákvæm-
lega um legu hans. ,,Það er stór
flugvöllur,“ var mér sagt. ,,Þú
kemst ekki hjá að finna hann.
Fljúgðu bara í norðaustur frá
borginni.“ Ég hafði því teiknað
hring á kortið mitt, þar sem ég
taldi að Le Bourget væri, og nú
er Spirit of St. Louis yfir út-
hverfum Parísar og stefnir að
miðju þessa hrings.
Já, þarna er stór svartur blett-
ur á vinstri hönd. En gat verið
að flugvöllur væri staðsettur í
svona miklu þéttbýli? Það eru
þúsundir ljósa meðfram annarri
hliðinni. Þau eru sennilega í
stórri verksmiðju. Það getur
ekki verið, að Le Bourget liggi
fast við svo stóra verksmiðju.
En svo minnist ég þess, að ég
er yfir Evrópu, þar sem margir
undarlegir siðir ríkja.
Ég hægi örlítið á hreyflinum
og byrja að lækka flugið hægt
og hægt. Ég beini vasaljósinu
mínu til jarðar og sendi skila-
boð á merkjamáli. Ég fæ ekkert
svar.
Eftir því sem ég lækka flugið
birtast mér greinilegar landslag
og mannvirki niðri á jörðinni.
Já, þetta er áreiðanlega flug-
völlur. Ég sé hornin á stórum
flugskýlum, sem nú birtast ó-
skýrt, nálægt flæðiljósunum —
langri röð þeirra. Og nú sé ég,
að öll þessi litlu ljós eru í bíl-
um, en ekki í verksmiðjuglugg-
um. Þeir virðast sitja fastir í
umferðarflækju, á vegum bak
við flugskýlin.
Ég flýg í nokkra hringi, með-
an ég lækka flugið, og reyni að
rýna gegnum náttmyrkrið, til
þess að fá hugmynd um lands-
lag og staðhætti. I þúsund feta
hæð sé ég vindpokann, dauft
lýstan, á stöng á þaki bygging-
ar. Löndunarstefna mín verður
þvert á langhlið flugskýlanna.
Hið upplýsta svæði er tæplega
nógu stórt til að lenda á. En með
því að Le Bourget er stór flug-
völlur, er svæðið á milli senni-
lega klárt — að minnsta kosti
verð ég að hætta á það.
Ég hækka flugið upp í 1000
fet og flýg síðasta hringinn fyr-
ir lendinguna. En þessi lending
er undarleg! Hreyfingar mínar
eru vélrænar, fumkenndar, rétt