Úrval - 01.12.1953, Síða 112

Úrval - 01.12.1953, Síða 112
110 tT R VA L eins og ég væri að setjast eftir fyrsta sólóflug mitt. Þessi vönt- un á tilfinningu fyrir réttum við- brögðum vekur hjá mér ugg. Ég hef aldrei verið svona við lendingu fyrr. Það eru nú aðeins 100 metr- ar að flugskýlunum — þau stíga skýrt fram úr náttmyrkrinu. Nú er ég kominn lægra en þökin á skýlunum — beint áfram — hreyfillinn tekur snöggt, stutt viðbragð — ég er yfir hinu upp- lýsta svæði — gætilega — það er hætta á að vélin hoppi hjá manni í lendingunni, þegar mað- ur er þreyttur. Ég hef aldrei lent Spirit of St. Louis í nátt- myrkri fyrr. Hraðinn er enn of mikill — skottið of hátt. — Á ég að gefa henni inn og hækka flugið aftur og reyna nýja lend- ingu ? Hjólin snerta völlinn létti- lega, — upp aftur? Nei, ég ætla ekki að sleppa jörðinni aftur — ég mjaka stönginni fram — aft- ur snertir hún jörðina — aftur upp — aftur niður — skottið strýkst við jörðu, — lendingin tókst ekki sem verst. En ég er kominn fram hjá ljósunum. Spirit of St. Louis snýst við og staðnæmist á miðjum Le Bour- get flugvellinum. Ég byrja að aka vélinni í átt- ina til flæðiljósanna og flugskýl- anna — en þá flæðir á móti mér samfelld fylking hlaupandi manna! * Ég var algerlega óviðbúinn þeim móttökum frönsku þjóðar- innar, sem biðu mín á Le Bour- get. Ég hafði ekki hugmynd um, að nákvæmar fréttir hefðu bor- izt af flugi mínu; ekki hvarflaði það heldur að mér, að nokkurt samband væri milli komu minn- ar og bílanna, sem fylltu vegina. Ég vissi ekki, að þegar hjólin á vél minni snertu jörðina, voru þúsundir manna og kvenna að brjóta niður girðingar og ryðja burt varðmönnum. Ég var naumast búinn að drepa á vélinni, þegar fyrstu mennirnir komu að stjórn- klefanum. Áður en varði, voru opnir gluggarnir troðfullir af mannshöfðum. Nafn mitt var kallað aftur og aftur, með hreim sem var framandi í eyrum mín- um. Spirit of St. Louis skalf og nötraði við þrýstinginn frá f jöld- anum. Ég heyrði bresti í tré og dúk rifinn — það voru minja- gripasafnararnir að verki. Ég opnaði hurðina og ætlaði að stíga niður á jörðina, en tug- ir handa tók í mig — í fætur mína, handleggi og bol. Enginn heyrði orð af því, sem ég sagði. Þúsund radda kliður þrumaði 1 eyrum mér. Ég vissi ekki fyrr en ótal hendur höfðu lyft mér á loft og ég lá flatur, en fyrir neð- an mig var hafsjór iðandi and- lita, svo langt sem ég gat séð út í myrkrið. Það var eins og að drukkna í mannhafi. Spirit of St. Louis hvarf sjónum mínum. Seinna tókst mér að tengja saman rás þessara slitróttu við- burða. Þrátt fyrir vantrú þá,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.