Úrval - 01.12.1953, Qupperneq 112
110
tT R VA L
eins og ég væri að setjast eftir
fyrsta sólóflug mitt. Þessi vönt-
un á tilfinningu fyrir réttum við-
brögðum vekur hjá mér ugg.
Ég hef aldrei verið svona við
lendingu fyrr.
Það eru nú aðeins 100 metr-
ar að flugskýlunum — þau stíga
skýrt fram úr náttmyrkrinu. Nú
er ég kominn lægra en þökin
á skýlunum — beint áfram —
hreyfillinn tekur snöggt, stutt
viðbragð — ég er yfir hinu upp-
lýsta svæði — gætilega — það
er hætta á að vélin hoppi hjá
manni í lendingunni, þegar mað-
ur er þreyttur. Ég hef aldrei
lent Spirit of St. Louis í nátt-
myrkri fyrr. Hraðinn er enn of
mikill — skottið of hátt. — Á
ég að gefa henni inn og hækka
flugið aftur og reyna nýja lend-
ingu ? Hjólin snerta völlinn létti-
lega, — upp aftur? Nei, ég ætla
ekki að sleppa jörðinni aftur —
ég mjaka stönginni fram — aft-
ur snertir hún jörðina — aftur
upp — aftur niður — skottið
strýkst við jörðu, — lendingin
tókst ekki sem verst. En ég er
kominn fram hjá ljósunum.
Spirit of St. Louis snýst við og
staðnæmist á miðjum Le Bour-
get flugvellinum.
Ég byrja að aka vélinni í átt-
ina til flæðiljósanna og flugskýl-
anna — en þá flæðir á móti
mér samfelld fylking hlaupandi
manna!
*
Ég var algerlega óviðbúinn
þeim móttökum frönsku þjóðar-
innar, sem biðu mín á Le Bour-
get. Ég hafði ekki hugmynd um,
að nákvæmar fréttir hefðu bor-
izt af flugi mínu; ekki hvarflaði
það heldur að mér, að nokkurt
samband væri milli komu minn-
ar og bílanna, sem fylltu vegina.
Ég vissi ekki, að þegar hjólin
á vél minni snertu jörðina, voru
þúsundir manna og kvenna að
brjóta niður girðingar og ryðja
burt varðmönnum.
Ég var naumast búinn að
drepa á vélinni, þegar fyrstu
mennirnir komu að stjórn-
klefanum. Áður en varði, voru
opnir gluggarnir troðfullir af
mannshöfðum. Nafn mitt var
kallað aftur og aftur, með hreim
sem var framandi í eyrum mín-
um. Spirit of St. Louis skalf og
nötraði við þrýstinginn frá f jöld-
anum. Ég heyrði bresti í tré og
dúk rifinn — það voru minja-
gripasafnararnir að verki.
Ég opnaði hurðina og ætlaði
að stíga niður á jörðina, en tug-
ir handa tók í mig — í fætur
mína, handleggi og bol. Enginn
heyrði orð af því, sem ég sagði.
Þúsund radda kliður þrumaði
1 eyrum mér. Ég vissi ekki fyrr
en ótal hendur höfðu lyft mér
á loft og ég lá flatur, en fyrir neð-
an mig var hafsjór iðandi and-
lita, svo langt sem ég gat séð út
í myrkrið. Það var eins og að
drukkna í mannhafi. Spirit of
St. Louis hvarf sjónum mínum.
Seinna tókst mér að tengja
saman rás þessara slitróttu við-
burða. Þrátt fyrir vantrú þá,