Úrval - 01.02.1956, Qupperneq 51
TÖTRAMENN PARlSAR
49
að túlka hinn algera þrældóm
sinn sem fullkomið frelsi.
Og þessvegna hneigjumst við
til þess að telja þá hamingju-
sama og sýna þeim jafnmikið
afskiptaleysi og þeir sýna okk-
ur. Er það þeim mun auðveld-
ara fyrir okkur sem okkur er
mikið í mun að telja þá að eðl-
isfari ólíka okkur, afbrigðilega
frá fæðingu. En það er ekki rétt.
Ófáir tötramenn eru gáfumenn,
jafnvel hámenntaðir. Margir
höfðu skipað virðingarstöður í
þjóðf élaginu: verið bókarar,
bændur, leikstjórar, liðsforingj-
ar. En hið sama hafði komið
fyrir þá alla: sú stund rann upp
þegar þeir megnuðu blátt áfram
ekki lengur að fylgjast með.
Tíminn hafði smátt og smátt
tekið frá þeim alla orku. Á sama
hátt og kuldi getur orðið ör-
þrota lífveru að aldurtila, hætta
þeir smám saman að geta borið
af sér þau högg og pústra sem
samfélagið lætur dynja á þeim.
Andlegar orkulindir þeirra eru
þrotnar.
Það er athyglisvert, að flest-
ir gerast tötramenn um fertugt.
Þegar þeir missa atvinnu sína
á þeim aldri, konan hleypur frá
þeim, fyrirtæki þeirra fer í
hundana eða þeir missa einka-
barn sitt, brestur þá þrótt til
að halda í horfinu. Upp frá því
tóra þeir aðeins sem lifandi á-
minning um, að mótstöðuafli
mannsins gegn því ofurfargi,
sem samfélagið leggur honum
á herðar, séu takmörk sett. Þeir
eru óþægileg áminning, því að
enginn veit nema sömu örlög
kunni að bíða hans. Ef til vill
er vitundin um þessi tengsl or-
sök þess umburðarlyndis sem
Frakkar sýna tötramönnun-
um. Það nær allt aftur til til-
skipunar Karlamagnúsar frá
árinu 806, þar sem munur var
gerður á „sterkum betlurum",
er beittir skyldu refsingum og
settir til vinnu, og „veikburða
betlurum" sem klaustur og
gistihús voru hvött til að skjóta
skjólshúsi yfir. Óljós samkennd
knúði prinsa á miðöldum til að
lauga fætur betlara og halda í
hendur ölmusumanna í hinum
mikla dauðadansi, sem þá var
mjög tíðkaður. Það er sama til-
finning sem ræður því, að prúð-
búnir svallarar sitja í sátt og
eindrægni við hlið tötramanna
við barina í Les Halles.
Tötramaðurinn er holdi klædd
sönnun um fallvaltleik manns-
ins. Okkur er sagt að hann
dragi hið franska nafn sitt
— clochard — af sögninni
„að haltra“; en ég kýs held-
ur að mega leggja í það dýpri
merkingu, sem speglast í orða-
tiltækinu: „II y a queíque
chose qui cloche“.' Eitthvað í
sigurverki þess heims sem mað-
urinn hefur skapað sér geng-
ur ekki eins og það á að ganga.
Það eru forlög tötramannsins
að vera þetta haltrandi hjól sig-
J) Það er einhversstaðar eitt-
hvað að.