Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 5
15. ÁRGANGUR O REYKJAVlK
4. HEFTI 1956
Greinarhöfundnr telur mikilvaegt,
að ekki sljóvgist það,
sem hann kallar —
Eðlisskyn barnsins á undur heimsins.
Grein úr „Woman’s Home Companion",
eftir Rachel Carson.
IC’ITT stormasamt haustkvöld,
*J þegar Roger bróðursonur
minn var tæpra tveggja ára,
vafði ég hann inn í teppi og
bar hann niður á ströndina í
myrkri og rigningu. Út við
yztu sjónarrönd mátti sjá hvíta
öldufaldana koma fram úr
myrkrinu, rísa hátt og brotna
með miklum gný um leið og
löðrið frá þeim þeyttist framan
í okkur. Við hlógum bæði hátt af
einskærum fögnuði — hann
bamið, sem fékk nú sín fyrstu
kynni af hamförum Ægis, ég
með salt ævilangrar ástar á
sjónum í blóði mínu. En ég
held að við höfum bæði fundið
sama unaðinn hríslast um bak
okkar andspænis óravídd þessa
gnýfara og umlukt svörtu nátt-
myrkrinu.
Tveim kvöldum síðar hafði
storminn lægt og ég fór aftur
með Roger niður í f jöru, í þetta
skipti til þess að skoða fjöru-
borðið í bjartri keilu vasaljóss-
ins. Enda þótt ekki væri rign-
ing, var enn gnýr af hafi og
gnauð í vindi. Við vorum hér
í ríki óbeislaðra náttúruafla.
Ævintýri okkar þetta kvöld
var bundið lífinu. Við vorum
að leita að draugakröbbum,
þessum blágráu, fótfráu dýrum,
sem Roger hafði stundum séð
bregða fyrir í fjörunni á dag-
inn. En krabbarnir eru einkum
á ferli á nóttunni, þess á milli
grafa þeir sér holur nærri f jöru-
borðinu og bíða þar þess sem
sjórinn kann að færa þeim. Að
sjá þessi veikbyggðu smádýr
andspænis ofurvaldi hafsins