Úrval - 01.08.1956, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
fannst vera vanhelgun á sak-
leysi bernskunnar.
Frumlegustu uppgötvanir
Freuds urðu til við rannsóknir
hans á draumlífi, sem veitir
greiðastan aðgang að dulvitund-
inni. Kenningu sína um eðli og
inntak draumlífsins setti hann
fram í bók, sem út kom fyrir
fimmtíu og sjö árum og er talin
merkasta verk hans. Þetta rann-
sóknarefni, sem vísindin höfðu
svo lengi vanrækt, reyndist
frjórra en nokkurn hafði grun-
að. Með rannsóknum sínum á
draumlífi sjálfs sín og sjúklinga
sinna varpaði hann ljósi á þann
þátt sem kynlífið á í taugaveikl-
un af ýmsu tagi.
Freud hélt því fram, að allt
tilfinningalíf vort sé uppruna-
lega sprottið upp úr frumhvöt-
um mannsins, sem vér getum
kallað ,,ást“ og ,,hatur“. Hið
sífellda stríð milli þessara
hvata hefur í för með sér ótal
árekstra í dýpri lögum hugans,
sem bergmála í hinu meðvitaða
tilfinningalífi voru. Án þess að
maðurinn geti gert sér grein
fyrir því leynist sífellt með hon-
um grunur um hættu, sem
sprottin er af ótta hans við
þessar frumhvatir. Allar gerðir
hans stjórnast miklu meira af
ótta en hann gerir sér grein
fyrir. Hann hefur ótal ráð til að
afneita þessum djúpstæða ótta,
dulbúa hann eða byggja sér
varnir gegn lionum. Mikið af
lífsorku hans fer, án þess hann
geri sér grein fyrir því, í þessa
stöðugu baráttu, og margt í um-
gengnis- og samfélagsformum
vorum þjónar þeim einum til-
gangi að vera vörn í þessu efni.
Þessum nýju uppgötvunum
sínum beitti Freud nú við rann-
sóknir á ýmiskonar sálfræðileg-
um vandamálum, svo sem upp-
runa listrænnar sköpunar og
uppruna trúarbragða, tilurð
samvizku og siðgæðisvitundar,
uppruna fjölskyldulífsins, þróun
mannsins frá víllimennsku til
siðmenningar og þeim veilum
siðmenningarinnar sem aug-
ljósar eru hverjum manni.
Margir nafnkunnir vísinda- og
fræðimenn víða um heim hafa
lokið lofsorði á afrek Freuds
sakir frumleiks og dirfsku. Einn
af fremstu sálfræðingum nútím-
ans, McDougall prófessor, hef-
ur komizt svo að orði, að Freud
hafi lagt drýgri skerf til þekk-
ingar vorrar á mannlegu eðli
en nokkur annar maður síðan á
dögum Aristótelesar. Kunnur
rithöfundur sagði um Freud að
hann væri „maður, sem verð-
skuldar að teljast í hópi mestu
mikilmenna allra alda, maður
sem með frábærlega skarpri
hugsun sinni varpaði ljósi í
dimmustu myrkraskot mann-
legrar reynslu og sem í krafti
óvenjulega heilsteypts persónu-
leika kannaði svið, sem hina
hugdjörfustu vísindamenn hafði
áður brostið kjark til að kanna.
Hann uppgötvaði nýtt megin-
land í huga mannsins og kort-
lagði það fyrstur manna.“ Hér